fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Fókus
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 11:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Einar Sigurbjörnsson var tekjuhæstur meðal áhrifavalda í fyrra en þann titil mætti hann líklegast þakka sjómannastarfi sínu en ekki einungis samstarfsaðilum á Instagram. Hlaðvarpsstjórnandinn og kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson fylgir honum fast á eftir og Birgitta Líf Björnsdóttir ekki langt undan.

Við tókum saman tekjur Birgittu Lífar og vinkvenna hennar í LXS-hópnum í gær en athyglisvert var að skemmtistaðadrottningin var með um milljón meira en sumar vinkonur sínar.

Það er ljóst að áhrifavaldastarfið er ekki eins gjöfult og margir halda.

Sjá einnig: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Kristján Einar Sigurbjörnsson

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra. Hann  hafði ekki aðeins tekjur að hafa úr samfélagsmiðlum heldur mokveiddi hann einnig fisk sem sjómaður.

Kristján var handtekinn á Spáni í mars síðastliðnum fyrir slagsmál á bar og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi ytra. Hann var í sambandi með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur frá ágúst 2020 en þau slitu sambandinu í apríl, mánuði eftir handtöku Kristjáns.

Hann var með 1.445.602 kr. í tekjur á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.

Camilla Rut Rúnarsdóttir

Camilla Rut hefur lengi verið vinsæll áhrifavaldur með dyggan fylgjendahóp. Hún hefur verið í umfangsmiklu samstarfi við fyrirtæki á borð við L‘Oreal og Beautyklúbbinn.

Camilla stofnaði eigið fatafyrirtæki í fyrra, Camy Collections, og gaf út sína fyrstu fatalínu undir merkinu í mars síðastliðnum. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem hún hannar föt en hún fór í loftið með fatalínu í samstarfi við Báru Atladóttur, sem á og rekur Brá verslun, í fyrra.

Heimur fegurðar og tísku virðist ekki vera jafn arðbær og margir halda en miðað við greitt útsvar 2021 var Camilla með 300.640 kr. í mánaðarlaun.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Sólrún Diego

Þrifglaði áhrifavaldurinn Sólrún Diego er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur haldið þeim titli í þó nokkur ár. Hún hefur skrifað tvær bækur um þrif og skipulag og þar að auki gefið út skipulagsdagbók.

Hún er með rúmlega 45 þúsund fylgjendur á Instagram, auglýsir ýmsar vörur á miðlinum og er reglulega í stærri samstörfum við ýmis fyrirtæki.

Mánaðarlaun hennar árið 2021 miðað við greitt útsvar voru 524.897 kr.

Sólrún Diego.

Þórunn Ívarsdóttir

Þórunn Ívars hefur lengi verið á samfélagsmiðlum og er með rúmlega 13 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún var áður með hlaðvarpið Þokan ásamt Alexsöndru Bernharð, en göngu þáttanna lauk eftir vinslit og ásakana um andlegt ofbeldi.

Þórunn er eigandi barnavöruverslunarinnar Valhneta, en verslunin starfar einnig sem dreifingaraðili.

Miðað við greitt útsvar 2021 var Þórunn með 602.583 kr. í laun á mánuði.

Alexsandra Bernharð Guðmundsdóttir

Eins og fyrr segir stjórnaði Alexsandra hlaðvarpinu Þokan um tíma en sagði skilið við þann kafla í mars síðastliðnum. Hún er markaðs- og viðskiptastjóri veitingastaðarins Hjá Höllu.

Hún á tvö börn og eignaðist yngri son sinn í nóvember 2021.

Mánaðarlaun Alexsöndru voru 158.420 kr. miðað við greitt útsvar 2021.

Þorsteinn V. Einarsson

Kynjafræðingurinn Þorsteinn heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Karlmennskan. Hann býður einnig upp á femíníska fræðslu og fyrirlestra.

Hann fylgir fast á eftir Kristjáni Einari varðandi tekjuöflun, eins og áður segir, og er með 1.314.431 kr. í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar 2021.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Helgi Ómarsson

Helgi er enginn nýgræðingur í heimi samfélagsmiðla. Hann er áhrifavaldur, hlaðvarpsstjórnandi, ljósmyndari og bloggari á Trendnet.

Miðað við greitt útsvar 2021 var hann með 461.463 kr. í laun á mánuði.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

Sjá einnig: Þetta eru íslensku klámstjörnurnar með í laun

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra í dag og næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“