fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Fókus
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Hildur Sif Hauksdóttir, Ína María Norðfjörð, Ástrós Traustadóttir og Kristín Pétursdóttir mynda vinsælasta áhrifavaldahóp landsins – LXS. Svo miklar eru vinsældir þeirra að í kvöld verður frumsýndur samnefndur raunveruleikaþáttur  á Stöð 2+.

Það er þó mikill munur á tekjum vinkvennanna en sú launahæsta er með rúmar 1,2 milljónir en sú lægsta með 72 þúsund krónur á mánuði.

Sunneva Einarsdóttir

Sunneva Einarsdóttir er vinsælust í hópnum, með 56 þúsund fylgjendur á Instagram og í samstarfi við fyrirtæki á borð við Nocco, Nike og Marc Inbane. Hún heldur einnig úti vinsælu hlaðvarpi – Teboðið – ásamt Birtu Líf Ólafsdóttur og kom fram í raunveruleikaþáttunum #Samstarf hjá Stöð 2+ ásamt vinkonu sinni Jóhönnu Helgu Jensdóttur.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má má ætla að mánaðarlegar tekjur Sunnevu nemi 539.777 kr. á mánuði.

Það er ágætis hækkun frá 2020, en þá voru mánaðartekjur hennar um 190 þúsund krónur á mánuði.

Birgitta Líf Björnsdóttir

Birgitta Líf er eigandi Bankastræti Club, markaðstjóri World Class og vinsæll áhrifavaldur, með 28 þúsund fylgjendur á Instagram.

Hún er dóttir athafnahjónanna Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsóttur sem eru gjarnan kennd við líkamsræktarveldi þeirra World Class.

Birgitta Líf er lang tekjuhæst LXS-dívanna með 1.223.989 kr kr. á mánuði.

Magnea Björg Jónsdóttir

Magnea Björg var lengi búsett í Beverly Hills í Bandaríkjunum þar sem hún rak lúxusbílaleigu og er með gráðu í samskiptafræði frá háskólanum í Santa Monica og BA gráðu í viðskiptafræði. Hún er með rúmlega 27 þúsund fylgjendur á Instagram.

Magnea er með 349.974 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.

Hildur Sif Hauksdóttir

Hildur Sif er með tæplega átta þúsund fylgjendur á Instagram og gat sér einnig gott orð sem bloggari árum áður. Hún er BSc-gráðu í sálfræði, hefur starfað sem samfélagsmiðlastjóri og flugfreyja.

Hún er með 487.162 á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by hildur sif hauks (@hildursifhauks)

Ína María Norðfjörð

Ína María er með rúmlega sex þúsund fylgjendur á Instagram, hún er með háskólagráðu í sálfræði og hefur eins og vinkona sín starfað sem samfélagsmiðlastjóri.

Árið 2020 var hún með rúmlega 40 þúsund krónur á mánuði en í fyrra var hún með 72.487 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2021.

Ástrós Traustadóttir

Ástrós er ekki aðeins áhrifavaldur heldur einnig vinsæll dansari og kannast margir landsmenn við hana úr vinsælu þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún þurfti að stofna nýja Instagram-síðu í ár eftir að hafa lent í klóm hakkara.

Hún er með 345.764 á mánuði miðað við greitt útsvar á síðasta ári.

Kristín Pétursdóttir

Kristín hefur verið að gera það gott um árabil sem leikkona og áhrifavaldur auk þess sem hún hefur starfað sem flugfreyja. Hennar fyrsta verkefni sem leikkona var hlutverk í myndinni Órói árið 2010. Síðan þá hefur hún leikið í ýmsum verkefnum og auglýsingum, eins og þáttunum Fólkið í blokkinni og í leikritinu Mæður sem sló í gegn meðal gagnrýnenda.

Hún gaf út skartgripalínu í samstarfi við 1104 by MAR í lok árs 2021.

Mánaðarlaun Kristínar voru 526.111 krónur á mánuði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn