fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Fókus
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 11:01

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur ofurparsins Línu Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundar Birkis Pálmasonar, iðulega kallaður Gummi Kíró, drógust saman milli ára.  Lína Birgitta og Gummi Kíró eru ekki aðeins par heldur einnig viðskiptafélagar. Þau stofnuðu merkið Moxen Eyewear í sumar og gáfu út fyrstu sólgleraugnalínuna í júlí.  Þau eru einnig að vinna í því að opna rými fyrir atvinnurekendur, eða „business pad“ eins og þau kalla það.

Sjá einnig: Lína Birgitta þvertekur fyrir að selja sólgleraugu frá AliExpress á uppsprengdu verði

Fyrirtækjarekstur er þeim báðum vel kunnugur. Lína Birgitta hefur rekið fatafyrirtækið Define The Line í árabil og Gummi – sem er kírópraktor – er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau eru einnig bæði vinsæl á samfélagsmiðlum, Lína Birgitta er með tæplega 27 þúsund fylgjendur og Gummi með ellefu þúsund fylgjendur.

Sjá einnig: Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum

Lína og Gummi eiga það sameiginlegt að vera mikið fyrir merkjavörur og kaupa sér reglulega tískuvörur frá lúxusmerkjum á borð við Gucci, Fendi og Yves Saint Laurent. Þau sýna gjarnan frá gersemunum á samfélagsmiðlum og gefa stundum ýmis ráð varðandi hvernig er best að festa kaup á slíkri vöru.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Gumma árið 2021 séu 1.084.097 kr. á mánuði og Línu Birgittu séu 370.109 kr. á mánuði.

Til samanburðar var Gummi með 1.221.368 kr. á mánuði í tekjur árið 2020 en Lína Birgitta var með 413.720 kr.

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga. Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun