Edda Falak er viðskiptafræðingur, íþróttakona, þjálfari og áhrifavaldur en er hvað þekktust fyrir að vera eigandi og stjórnandi hlaðvarpsins insæla Eigin Konur.
Mikið hefur gerst hjá Eigin Konum undanfarið ár. Edda stofnaði Patreon-síðu, þar sem hlustendur geta orðið áskrifendur og greitt fyrir aukaþætti í mánuði. Þá hætti hún sem einyrki tók upp samstarf við Stundina í mars á þessu ári og gekk í kjölfarið í Blaðamannafélag Íslands.
Auk þáttagerðarinnar býður Edda einnig upp á fjarþjálfunarprógrömm á StrongerWithEdda.com.
Í fyrra vakti það nokkra athygli að greitt útsvar Eddu var núll krónur miðað við uppgefnar tekjur. Að sögn hennar var það þó á misskilningi útskýrði hún málið á þá leið að hún hefði verið skattlögð í Danmörku. Hún er þó alkomin til Íslands í ár en mánaðartekjur hennar að meðaltali voru 341.678 kr kr. í fyrra.