Sjöfn heimsækir Heiðdísi sem á Íslandsbæinn ásamt fjölskyldunni sinni og sér um daglega rekstur. Heiðdís þekkir sögu hússins vel og hefur tekið ástfóstri við að gera Íslandbæ af rómantískir lúxusgistingu þar sem gamli og nýi tíminn mætast.
Í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut leggur Sjöfn Þórðar leið sína norður í Eyjafjarðarsveit í nánd við Akureyri og heimsækir Heiðdísi Pétursdóttur í Íslandsbæinn Old Fram. Íslandsbærinn er ný uppgerður fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegur og býður upp á lúxusgistingu á einstökum stað í Hrafnagili. Sjöfn heimsækir líka Guðrúnu Höddu Bjarnadóttur veflistakonu listhúsið Dyngjuna sem er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit þar sem töfrarnir gerast.
Sjöfn heimsækir Heiðdísi sem á Íslandsbæinn ásamt fjölskyldunni sinni og sér um daglega rekstur. Heiðdís þekkir sögu hússins vel og hefur tekið ástfóstri við að gera Íslandbæ af rómantískir lúxusgistingu þar sem gamli og nýi tíminn mætast.
„Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst húsið og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís um Íslandsbæinn. Íslandsbærinn var upphaflega reistur fyrir rúmlega 24 árum af tengdaföður hennar og gegndi þá hlutverki veitingaskála en honum var lokað og hafði húsið ekkert hlutverk í langan tíma. Bersýnilega sést á smíðinni og hönnuninni að þarna var verið að halda til haga gamalli hefð og hvert smáatriði er fallega unnið.
Endurbæturnar á Íslandsbænum er alfarið verk þeirra hjóna. „Ég bý líka svo vel að eiga mann sem er smiður, þannig að maður hefur bara fengið að blómstra í hönnun hérna.“ Tengdapabbi Heiðdísar, Heiðar, aðstoðaði þau líka við endursmíðina og útkoman er hin glæsilegasta enda er Íslandsbærinn mikið prýði fyrir svæðið og býður upp á lúxusgistingu sem á sér enga líka.
Listakona er líka með býflugnabúr
Það er ævintýralegt og mikil upplifun að koma til Guðrúnar Höddu í Listhúsið Dyngjuna og skoða listmunina sem þar er að finna bæði innan og utandyra. Svo á hún líka svo skemmtilegt áhugamál sem við fáum hana til að sýna okkur og segja frá.„Veflistin mín hefur skírskotun í íslenskt þjóðlíf og menningu,“ segir Guðrún Hadda sem hefur unnið fjölda fallegra verka. Náttúran kemur líka við sögu í verkum Guðrúnar Höddu og þar koma eldgosin og hraunin sterk inn enda gefur náttúran tóninn með innblæstri sínum. Hún er fjölhæfur listamaður, málar, vefur, tekur ljósmyndir ásamt því að vinna að ýmiskonar handverki. Guðrún Hadda hefur látið sér sérstaklega annt um þjóðlegt íslenskt handverk og hefur lagt sig fram um að varðveita það og kynna og ber listhús hennar, Dyngjan vel þess merki.
Guðrún Hadda á líka fleiri áhugamál og sumir myndu hræðast eitt hennar aðaláhugamál en það er býflugnarækt. „Mér finnst þær svo skemmtilegar og gaman að fylgjast með þeim,“ segir Hadda og brosir.
Áhugaverður og skemmtilegur þáttur framundan í kvöld þegar Sjöfn heimsækir Íslandsbæinn og Listhúsið Dyngjuna í Eyjafjarðarsveit í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Brot úr þætti kvöldsins má sjá hér: