fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 15. ágúst 2022 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neerja Bhanot var fædd í Mumbai á Indlandi árið 1963, dóttir blaðamanns og húsmóður. Hún var ein þriggja barna og eina telpan. Það var augljóst frá unga aldri hversu fríð Neerja var og þegar hún 18 ára var byrjað að bjóða henni störf sem fyrirsæta. 

Neerja varð afar farsæl sem fyrirsæta og auglýsti fyrir mörg þekktustu vörumerki Indlands. 

Skelfilegt hjónaband

Hún var aftur á móti af hefðbundinni fjölskyldu sem skipulagði hjónaband hennar og karlmanns frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hjónabandið reyndist langt frá því að vera farsælt, eiginmaðurinn beitt hana ofbeldi og flúði hún fljótlega hjónbandið.

Neerja var aðeins 21 árs og fráskilin. Hún tók aftur upp fyrirsætustörfin en vissi að erfitt var að treysta á slíkan feril og íhugaði hvað hún skyldi takast á við næst í lífinu. 

Flugfreyja

Árið 1985 tók flugfélagið Pan Am þá ákvörðun að hafa einvörðungu indverskar flugfreyjur í flugi sínu á milli Indlands og Þýskalands. Pan Am auglýsti eftir flugfreyjum og ákvað Neerja að sækja up. Rúmlega tíu þúsund umsóknir bárust en Neerja var ein af 80 sem ráðin var. Hún lét samt ekki alveg skilið við fyrirsætuferilinn sem hún sinnti á milli vinnu sinnar sem flugfreyja.

Neerja hafði aðeins verið flugfreyja hjá Pan Am í eitt ár þegar að hryðjuverkamenn Abu Nadal samtakann rændu vélinni í september árið 1986. Um borð voru 394 farþegar af fjórtán þjóðernum, þar af 9 smábörn og 23 manna áhöfn sem öll var indversk nema að flugmennirnir voru bandarískir. 

Fljót að átta sig á aðstæðum

Fjórir meðlimir hryðjuverkasamtakanna komust inn í vélina með því að klæða sig sem öryggisverðir. Þegar í vélina var komið skutu þeir upp í loft flugvélarinnar úr vélbyssum og kröfðust þess að vélinni yrði stýrt til Kýpur og þaðan til Ísrael þar sem ætlunin var að fangelsaðir félagar hryðjuverkasamtakanna yrðu látnir lausir gegn frelsun farþeganna. 

Þegar að þeir stigu inn í vélina var Neerja snögg að átta sig á aðstæðum og náði að vara flugmenn vélarinnar við. Hún náði einnig að komast í samband við flugturn til að greina frá aðstæðum. 

Það reyndist ómetanleg hjálp þar sem flugmenn vélarinnar komust út í gegnum útgönguleið úr stjórnklefa og því enginn til að fljúga vélinni, hvorki til Kýpur né Ísraels né eitthvað annað.

Morðin hefjast

Hryðjuverkamennirnir  voru afar reiðir yfir brotthvarfi flugmannanna og kröfðust þess að nýir yrðu sendi í þeirra stað. Því var staðfastlega neitað en til að leggja áherslu á kröfur sínar var hinn 29 ára gamli Rajesh Kumar skotinn til bana við inngang vélarinnar, beint fyrir framan augu lögreglu og flugvallaryfirvalda.  Líki hans var svo hent á flugbrautina. 

Neerja tókst á við aðstæður af miklu öryggi þrátt fyrir hryllingin sem hún hafði orðið vitni að. 

Hún áttaði sig strax á því að flugræningjarnir höfðu mestan áhuga á vestrænum farþegum, sérstaklega Bandaríkjamönnum, og vissi að þetta var fólkið sem var  í mestri lífshættu. 

Faldi gögnin

Hryðjuverkamennirnir skipuðu Neerja að safna saman vegabréfum allra farþegar til að kanna þjóðerni þeirra og faldi Neerja vegabréf hvar sem hún gat. Hún henti mörgum í sorprennu vélarinnar en þegar sá möguleiki var ekki í boði faldi hún þau undir sætum, eða i raun hvar sem hún gat.

Hún gætti sérstaklega að því að henda eða fela vegabréf þeirra 43 Bandaríkjamanna sem í vélinni voru. Hún eyddi einnig farþegalistum og reyndar öllum gögnum vélarinnar. 

Hryðjuverkamennirnir gátu því ekki vitað af hvaða þjóðerni hver farþegi var. 

Sautján tíma helvíti

Við tóku sautján skelfilegir klukkutímar. Neerja tók að sér að vera milliliður ræningjanna við yfirvöld og gerði hvað sem hún gat til að tefja hryðjuverkamennina sem sífellt urðu óþolinmóðari. Öðru hvoru skutu þeir í átt að farþegum

Flugræningjarnir fjórir.

Þess á milli hljóp hún milli farþega með samlokur og drykki, huggaði og róaði farþega og lofaði að gera allt sem hún mögulega gæti til bjargar. 

Þegar að hryðjuverkamönnunum var ljóst að ekki myndi verða við kröfum þeirra, hófu þeir að skjóta farþega handahófskennt. 

Alls voru 51 myrtir og aðrir 120 slösuðust. 

Neyðarútgangurinn 

Ræningjarnir hótuðu nú að sprengja upp vélina. Þrátt fyrir að vera skipað að sitja og hreyfa sig ekki, ellegar verð myrt, tókst Neerja að opna einn neyðarútganga vélarinnar þegar hún sá sér færi á. Hún bað aðrar flugfreyjur um að hjálpa sér og í sameiningu hlupu þær á milli farþega með upplýsingar um neyðarútganginn. 

Sjálf hljóp Neerja á milli farþega greip í þá og vísaði þeim í átt að neyðarútgangi. Sérstaklega lagði hún áherslu á að koma börnum vélarinnar til bjargar. Þegar að ræningjarnir áttuðu sig á stöðunni ruku þeir að neyðarútganginum þar sem Neerja var að undirbúa þrjú börn fyrir útgöngu. Þeir miðuðu byssum að börnunum en Neerja hljóp á milli þeirra og barnanna. 

Neyðarútgangurinn sem Neerja náði að opna.

Hún var því skotinn til bana í stað barnanna og sem náðu að komast út. Sjálf hefði hún auðveldlega komist út en kaus þess í stað að vísa út farþegum, sérstaklega börnum.

Dó tveimur dögum fyrir afmælisdag sinn

Stuttu síðar réðust sérsveitarmenn til inngöngu og tókst að yfirbuga hryðjuverkamennina. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa ætlað að fljúga vélinni á opinbera byggingu í Ísrael, ekki ósvipað og gert var í 9/11 árásunum í New Youk mörgum árum síðar. 

Allir fengu þeir dauðadóm sem síðar var breytt í ævilangan fangelsisdóm. 

Neerja var aðeins 22 ára þegar hún var myrt, tveimur dögum frá sínum 23. afmælisdegi. 

Með því að fullvissa ræningjana um að hún gæti verið milliliður þeirra og stjórnvalda og því tafið fleirr morð, auk þess að opna neyðarútgang, er talið að Neerja hafi bjargað lífi rúmlega 300 farþega. Er þá ekki einu sinni litið til þess fjölda sem hefði látíst í hugsanlegr árás á Ísrael, hefðu verið flugmenn til að fljúga vélinni. 

Minning Neerja

Ári síðar var Neerja Bhanot úthlutuð æðsta orða indverska ríkisins fyrir hugrekki og tóku foreldrar hennar á móti orðunni fyrir hennar hönd. Hún er fyrsta konan og yngsta manneskja í sögu Indlands til að hljóta þann heiður. Pakistan veitti henni sambærilegan heiður.

Fjölskylda hennar nýtti tryggingarféð sem fjölskyldan fékk til að stofna sjóð í hennar nafni. Æ síðan hefur sjóðurinn styrkt indverskar konur í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og félagslegu réttlæti.

Árið 2004 var ákveðið að heiðra hana með gerð sérstaks frímerkis og á útgáfudegi var hennar minnst á indverska þinginu. 

Bandaríkjastórn heiðraði minningu hennar árið 2005 með að veita henni verðlaun fyrir hetjudáð sína. Bróðir hennar tók á móti þeim fyrir hönd Neerja.

Því miður náður Neerja ekki að sjá björgun vélarinnar.

Stjórnvöld í Bretlandi gerðu slíkt hið sama árið 2016. 

Í dag er skóli nefndur eftir henni svo og bygging við stærsta háskóla Mumbay. 

Árið 2016 var gerð kvikmynd um hetjádáð hennar. Hún heitir einfaldega ,,Neerja”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni