fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Barnið sem varð táknmynd hryllingsins – Hver var drengurinn með hendurnar á lofti?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 13. ágúst 2022 20:05

NYT2010100712284619C

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin er tekin í Varsjá, höfuðborg Póllands, árið 1943 og má sjá hóp fólks smalað saman af SS sveitum nasista. Myndin er tekin í ,,gyðingagettóinu” sem gyðingar voru neyddir til að búa frá árinu 1941.

Alls bjuggu 460 þúsund manns á svæði, sem í ferkílómetrum talið, var helmingi minna en Garðabær er í dag.

Daglegur skammtur af mat var 180 hitaeiningar á hvern íbúa sem útilokað er að lifa á en lá dauðarefsing við að stunda atvinnu eða afla sér matar á einhvern hátt. 

Frá gettóinu i Varsjá. Mynd/Getty

Um mitt ár 1942 voru flestir gyðingar í Varsjárgettóinu fluttir til Treblinka útrýmingarbúðanna. En þegar að stóð til að flytja þá sem eftir voru í janúar 1943 gripu gyðingar til varna og hófu að smygla inn vopnum og verjast nasistum.

Nasistar höfðu í upphafi litlar áhyggjur af illa vopnuðu og vannærðu fólki en áttuðu sig fljótlega á að hafa stórlega vanmetið íbúa gettósins. Við tók stærsta andspyrna gyðinga í helförinni og þann 19. apríl 1943 voru sendir inn 2.000 þungvopnaðir hermenn nasista undir stjórn SS sveita Hitlers. Þeir óku skriðdrekum yfir húsnæði, kveiktu í og dældu eiturgasi til að neyða fólk úr felum. 

Ástandið var skelfilegt meðal þeirra tæpu hálfu milljóna íbúa svæðisins.

Með þekktustu ljósmyndum helfararinnar

Myndin er tekin einhvern tíma á tímabilinu 19. apríl til 16. maí og er með þekktari ljósmyndum af hryllingi helfararinnar. Og sú mest þekkta frá uppreisninni miklu. 

Ljósmyndin kom fyrst fram fyrir sjónir almennings í New York Times þann 26. desember 1945 og árið 2016 flokkaði Time Magazine myndina sem eina af 100 áhrifamestu ljósmyndum allra tíma. Hafa nokkrar bækur verið skrifaðar um hana, auk fjölda fræðigreina. 

Allir gyðingarnir á myndinni er taldir hafa verið fluttir til Majdanek og Treblinka útrýmingabúðanna.

En það er litli drengurinn, sem heldur höndunum á lofti í skelfingu, sem löngum hefur vakið mesta athygli enda talinn ákveðið tákn þeirra milljóna varnarlausu barna sem lentu í hryllingi helfararinnar. 

Blösche

Það er ekki mikið vitað um myndina, til að mynda hver tók hana, þótt að margir hafi stigið fram og fullyrt sig ljósmyndarann. Þó er vitað að fólkið á myndinni faldi sig kjallara sem nasistar fundu og er er myndin tekin þegar að fólkinu er smalað úr felustað sínum.

Það er einnig vitað með vissu að hermaðurinn sem beinir vélbyssunni að drengnum hét Josef Blösche og var lögreglumaður í Varsjárgettóinu meðan á uppreisninni stóð. Blösche var þekktur fyrir grimmd sína, pyntingar og morð og gekk jafnvel á stundum fram af félögum sínum meðal nasista fyrir ofbeldi gagnvart börnum og barnshafandi konum.

Blösche fékk orðu fyrir ,,framúrskarandi frammistöðu” sína við að bæla niður uppreisnina og er til þó nokkur fjöldi ljósmynda af honum við ,,störf” sín. Myndirnar voru síðar notaðar sem sönnunargögn í réttarhöldum gegn honum í Austur-Þýskalandi og var hann dæmdur fyrir morð á að minnsta kosti 2000 manns.

Josef Blösche var tekinn af lífi fyrir glæpi sína árið 1969. 

Hver voru þau?

Það hafa komið fram fjöldi kenninga um hverjir gyðingarnir á myndinni séu og eru margar taldar trúlegri en aðrir. En sú spurning sem brennur á flestum er hver litli drengurinn var? 

Og hvað varð um hann? 

Það eina sem næstum er öruggt er að hann var yngri en tíu ára þar sem hann er ekki armband með Davíðsstjörnunni sem öllum gyðingum, 10 ára og eldri, bar skylda að bera. 

Kenningarnar

Árið 1999, sagði 95 ára gamall maður að nafni Avrahim Zelinwarger að um son sinn hefði verið að ræða, Levi Zeilinwarger, fæddan árið 1932. Avrahim flúði til Sovétríkjanna árið 1940 en urðu kona hans, Chana, sonur og dóttir eftir í Póllandi. Zelinwarger sagði Chana vera konuna til vinstri við son sinn, Levi. 

Aftur á móti er til ljósmynd af Levi og hann talinn of ólíkur drengnum á myndinni til að sú kenning standi. 

Árið 1978 sagði maður að nafni Israel Rondel í blaðaviðtali að hann væri drengurinn á myndinni. En þar sem hann var ekki einu sinni með ártal myndarinnar á hreinu, hvað þá meira, var ekki tekið mark á þeirri fullyrðingu. 

Reyndar hafa mun fleiri stigið fram sem drengurinn en fæstir þótt trúverðugir. 

Það sem flestir telja

Tvær kenningar hafa þótt líklegri en aðrar. 

Tsvi Chaim Nussbaum sagði í viðtali árið 1982 að hann væri hugsanlega drengurinn á myndinni en gæti þó ekki verið viss. Hann var handtekinn ásamt fjölskyldu sinni í Varsjá í júlí 1943, þá sjö ára, og mundi eftir að hafa lyft höndum gegn vopnuðum hermanni nasista.

Nussbaum á mynd frá 1945

Fjölskyldan var frá Ísrael en því miður flutti til Póllands rétt fyrir stríð, óafvitandi um hryllinginn sem beið þeirra. Nussbaumsvar frelsaður úr Belsen-Belsen fangabúðunum af bandarískum hermönnum árið 1945. 

Margir telja að um Nussbaum sér að ræða en sjálfur sagðist hann ekki vera hundrað prósent viss.

,,Ég held að þetta sé ég, en get ekki svarið fyrir það. Það ber að hafa í huga að einni og hálfri milljón gyðingabörnum var sagt að rétta upp hendur,” sagði Nussbaum í viðtali rétt fyrir fráfall sitt árið 2012.

Á móti kemur að fatnaðurinn bendir ekki til að myndin sé tekin í júlí, sem var afar heitur mánuður í Póllandi það árið. Nussbaum fjölskyldan var einnig handtekin utan gettósins, þar sem myndin er næsta örugglega tekin. 

Artur?

Í dag telja flestir að drengurinn hafi verið hinn átta ára Artur Dąb Siemiątek.

Siemiątek var af vel stæðri og virtri fjölskyldu menntamanna sem ekkert lifði af útrýmingabúðirnar. Frænka hans, sem flúði til Sovétríkjanna árið 1939, skrifaði undir eiðsvarna yfirlýsingu um að um frænda sinn væri að ræða tveimur áratugum síðar.

Hver var hann?

Það er lítil ástæða til að efast um svardaga frænkunnar en hún flúði Pólland eignalaus og ekki vitað að til sé ljósmynd af Artur. 

Talið er fullvíst að Artur Dąb Siemiątek hafi látist í útrýmingarbúðum nasista og þá sennilegast fljótlega eftir töku myndarinnar. 

Enn er þó rökrætt um ljósmyndina og sér ekki fyrir endann á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“