fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. ágúst 2022 10:00

Brooklyn Beckham, Nicola Petlz og Victoria Beckham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Nicola Peltz rýfur þögnina um meint stríð milli hennar og tengdamóður hennar, Victoriu Beckham.

Nicola er gift Brooklyn Beckham, elsta syni Victoriu og David Beckham.

Undanfarið hafa háværar sögusagnir verið á kreiki um að kalt sé á milli þeirra. Í síðustu viku sagðist slúðurmiðillinn PageSix hafa traustar heimildir fyrir því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“

Hingað til hefur Peltz-Beckham fjölskyldan þagað þunnu hljóði um sögusagnirnar en í viðtali við Variety vísar Nicola því alfarið á bug að hún og tengdamóðir hennar séu í „stríði.“ Hún telur kveikjuna að orðrómbyn vera brúðarkjól hennar, en hún klæddist ekki hönnun Victoriu Beckham þegar hún og Brooklyn gengu í það heilaga í apríl síðastliðnum.

„Ég ætlaði að gera það og virkilega vildi það, en síðan liðu nokkrir mánuðir og [Victoria] áttaði sig á því að vinnustofan hennar gæti ekki gert það, þannig ég þurfti að velja annan kjól,“ segir Nicola. Hún endaði með því að klæðast Valentino Couture á stóra deginum.

„Hún sagði ekki: Þú mátt ekki klæðast honum, og ég sagði ekki að ég vildi ekki klæðast honum. Þannig byrjaði þetta og allt fór af stað.“

Brooklyn tekur einnig fyrir að fjölskyldan sé í stríði. „Í gegnum tíðina hef ég lært að [slúðurmiðlar] eiga alltaf eftir að skrifa eitthvað svona. Þeir eiga alltaf eftir að reyna að draga fólk niður. En öllum kemur vel saman, sem er gott,“ segir hann.

Nicola segir hjónaband þeirra vera sterkt. „Það er það frábæra við okkur, við þurfum ekkert frá hvort öðru. Við erum bara svo ástfangin, það er ekkert sem ég þarfnast frá honum og öfugt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram