fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Lifði af þrjú þúsund metra fall eftir flugslys – Unglingurinn í regnskógum Amasón

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 6. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juliane Koepcke var aðeins sautján ára þegar hún steig upp í flugvél ásamt móður sinni á aðfangadag árið 1971. Þær voru á leið til fundar við föður hennar og var Juliane afar spennt.

Hún hafði útskrifast úr miðskóla daginn áður og hlakkaði til að halda jól með foreldrum sínum. 

Mynd af Juliane, tekin á lokaballi skólans, kvöldið fyrir slysið.

Juliane var fædd í Perú, dóttir þýskra hjóna, vísindamanna sem höfðu flutt til Suður-Ameríku landsins til að rannsaka dýralíf í regnskógum Amasón. Hún eyddi stórum hluta bernsku sinnar í regnskógunum með foreldrum sínum, sem á undan sinni samtíð, börðust af krafti fyrir verndun regnskóganna.

Frá unga aldrei kenndu foreldrar henni inn á vistkerfi regnskóganna, náttúru þeirra og dýralíf.

Juliane lærði í frumbernsku að þekkja hljóð og lykt, dýralíf og gróður svæðisins. Hún lærði hvað bæri að óttast og hvernig bregðast skyldi við í hinum ýmsu aðstæðum eins hættulegasta svæðis jarðar. Juliane hafði erft ást sína á náttúrunni frá foreldrum sínum og var ákveðin í að feta í fótspor þeirra. 

Sprenging og öskur

Um klukkutíma flug var frá höfuðborg Perú, Lima, og til Pucallpa, næstu borgar við rannsóknarmiðstöð foreldra hennar í skóginum. Um borð voru 92, farþegar og áhöfn.

Flugið var tæplega hálfnað þegar að vélin varð fyrir eldingu og hóf að hrapa. Það eina sem sást út um glugga vélarinnar voru glampar og svört ský. Juliane man móður sína taka í hönd hennar og segja að vonandi yrði allt í lagi.

Það næsta sem Juliane mundi var ærandi sprenging og öskur farþega. Hún mundi eftir sér í falli utan vélarinnar en missti svo meðvitund.

Foreldrar Juliane, Hans-Wilhelm og Maria, voru vísindamenn og náttúruverndarsinnar.

Þegar að Juliane vaknaði var hún stödd í miðjum regnskógum Perú. Hún var enn óluð við sætið og í losti.

Smám saman fór þó hugsun hennar að skýrast og byrjaði hún á að kanna hversu slösuð hún væri.

Og miðað við að hafa fallið rúma þrjú þúsund metra reyndist hún merkilega vel á sig komin.

Hún fann að hún var viðbeinsbrotin, sá lítið sem ekkert með öðru auga, var með opið sár á læri og fjölda minni meiðsla. Sársaukinn var þó óbærilegur og man Juliane lítið hvað gerðist næstu tólf tímana annað en að hún var öðru hvoru með meðvitund en of veikburða til að losa sætisólarnar.

Juliane með móður sinni. Hún svo að segja ólst upp í skóginum.

Alltaf að fylgja læknum

Eftir tæpan sólarhring gat Juliane losað sig. Fyrst leitaði hún móður sinnar allt um kring en þegar Juliane var ljóst að móður hennar væri hvergi að finna fylltist hún örvæntingu.

Hún þakkar áralangri þjálfun foreldra sinnar í að takast á við erfiðar aðstæður af yfirvegun því sem síðan tók við.

Hún kom að lækjarsprænu og mundi eftir að foreldrar hennar höfðu alltaf sagt henni að fylgja rennslinu, því að vatn rynni í átt til mannabyggða. Og ef að lækurinn rynni að stærri læk, sem síðan rynni að á, þá væri nokkuð víst að á endanum væri fólk að finna.

Juliane hóf því að höltra meðfram læknum. Stundum gekk hún en stundum var sársaukinn svo mikill að hún reyndi frekar að synda eða láta sig fljóta. Á fjórða degi kom hún að þremur flugvélasætum, öllum með farþegunum og hafði fallið verið slíkt að sætin voru grafin heilan meter niður í jörð svo aðeins sást í fætur hinna látnu.

Líkin á hvolfi

Í örvæntingarfullri leit að móðir sinni hóf Juliane að grafa upp fólkið með höndunum en reyndist ekkert þeirra vera móðir hennar. Við hlið líkanna lá poki af sælgæti sem átti eftir að verða eina næring Juliane meðan á dvöl hennar í regnskóginum stóð. Hún fann hvergi plöntur sem hún taldi öruggar til átu.

Gríðarleg leit hafði hafist um leið og fréttist af slysinu og sá Juliane bæði flugvélar og þylur fljúga yfir en þrátt fyrir að reyna sitt besta til að ná athygli þeirra kom enginn leitarmanna auga á stúlkuna.

Juliane var að missa vonina. Hún var auk þess mjög illa farin af skordýrabitum en fann brot úr flakinu sem sum hver voru með ögnum af flugvélaeldsneyti sem hún nuddaði á sárin. Það var ólýsanlega sárt en hélt þó kvikindunum í burtu.

Vatnagyðjan

Á níunda degi kom Juliane að kofa nokkrum sem var í niðurníðslu. Hún var úrvinda og vonlaus, gat varla gengið lengur og ákvað að skríða inn í kofann og bíða dauða síns. Hún lá á moldargólfinu þegar hún heyrði allt í einu raddir. Um var að þrjá skógarhöggsmenn sem einstaka sinnum notuðu kofann á ferð sinni um skóginn.

Juliane var samt ekki viss um hvort að um mannsraddir væri að ræða eða engla, enda bæði búin á sál og líkama og ekki einu sinni viss um að vera enn á lífi.

Juliane var bjargað eftir 11 daga.

Mönnunum brá mjög við að sjá konu af evrópskum uppruna liggja á gólfi kofa síns og töldu víst að um anda að ræða, vatnagyðju sem innfæddir hræddust mjög. En Juliane náði að fullvissa þá að um hún væri mennsk og daginn eftir fluttu þeir hana á báti í næsta þorp. Þar var haft samband við yfirvöld og eftir ellefu daga vist í regnskógunum var send þyrla eftir Juliane og henni komið undir læknishendur.

Faðir Juliane trúði vart að dóttir hans hefði lifað af. Hún gat vísað yfirvöldum á slysstaðinn og reyndist vera hin eina af 92 sem lifði slysið af.

Er talið að hugsanlega hafi 14 manns lifað af sjálft slysið en látist á meðan beðið var eftir hjálp. Meðal þeirra var móðir hennar. 

Juliane féllst loks á gerð heimildarmyndar árið 1998. Hún er hér við hluta af flaki vélarinnar.

Martraðir til margra ára

Lífið var Juliane Koepcke erfitt eftir flugslysið. Hún flutti til Þýskalands en áhugi fjölmiðla reyndist henni þungbær og til margra ára sóttu á hana martraðir. Hún lét þó æskudrauminn rætast, varð doktor í líffræði, og rúmum áratug síðar sneri hún til Perú til að rannsaka spendýr, með áherslu á leðurblökur.

Juliane giftist kollega sínum árið 1987 og féllst loksins á að koma fram í heimildarmynd um slysið árið 1998.

Segir hún þá reynslu hafa reynst meira heilandi en hún hefði átt von á. 

Juliane Koepcke

Árið 2000 lést faðir hennar og tók þá hún við framkvæmdastjórastöðu náttúruverndarsamtakanna sem foreldrar hennar stofnuðu á sínum tíma. Hún gaf út ævisögu sína árið 2011 og árið 2019 veitti ríkisstjórn Perú henni orðu fyrir störf sín í þágu náttúruverndar landsins.

Juliane býr í Munhcen þar sem hún starfar við við háskóla. Hún segist að mestu leyti vera búin að jafna sig en það sæki ávallt á hana sama truflandi spurningin, sú hin sama og verði að öllum líkindum hennar síðasta:

,,Af hverju bjargaðist ég en ekki hinir 91?”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“