fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”

Fókus
Laugardaginn 6. ágúst 2022 12:32

Alexsandra og Þórunn Ívars. Mynd/Instagram @thorunnivars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Alexsandra Bernharð og Þórunn Ívarsdóttir hafa tekist á á Instagram undanfarinn sólarhring og hafa ásakanirnar um andlegt ofbeldi og persónuleikaraskanir gengið á víxl. Þetta kemur í framhaldi af því að þær slitu vinskap sínum og slúttuðu samstarfi sínu um hlaðvarpsþátt í vor eftir að framkoma Þórunnar í garð Alexsöndru komst til umræðu í samfélaginu. 

Í vor gagnrýndi Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari, hlaðvarpsþáttinn Þokuna, í umsjón áhrifavaldanna Þórunnar Ívars og Alexsöndru Bernharð, harðlega á Instagram. Sagði hann þar ljóst að Þórunn beitti vinkonu sína, Alexsöndru, andlegu ofbeldi.

Meðal annars deildi hann hljóðbroti úr þættinum þar sem heyra mátti Þórunni segja eftirfarandi um Alexsöndru:

„Þú lítur mjög vel út, ég er ekki að segja það en þú ert síðasta manneskjan sem ég myndi segja að væri í formi. Þú veist, þú ert ekki í formi. Það er engin mótun.“

Hún bætti svo við: „Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg bara ég veit að þú hreyfir þig bara „zero“. Af því ég er bara miður mín ef ég kemst ekki á æfingu, ég verð bara að fá útrás.“

Sjá einnig:  Helgi Ómars segir íslenskan áhrifavald beita andlegu ofbeldi í hlaðvarpi – „Loksins sagði einhver eitthvað!“

Í kjölfarið baðst Þórunn Ívars afsökunar á framferði sínu og sagðist brotin yfir því að hafa leyft sér að koma svona fram við vinkonu sína.

Sjá einnig: Þórunn Ívars rýfur þögnina – „Ég er brotin yfir því að ég hafi leyft mér að koma svona fram“

Rúmum mánuði síðan greindi Alexsandra frá því að hlaðvarpið Þokan væri hætt og þótti mörgum ljóst að vinslit hefðu orðið milli hlaðvarpsstjórnenda eftir umræðuna.

Þakklát fyrir að umræðan var opnuð

Alexsandra tjáði sig svo á Instagram-síðu sinn í gærkvöldi um málið. Þar sagðist hún vera að opna sig um málið til að sýna öðrum í sambærilegri stöðu að þeir væru ekki einir. Sjálf hefði hún aldrei áttað sig nema vegna þess hversu opin umræðan er.

„Í stuttu máli var ég að tala um að ég finn fyrir svo miklu þakklæti og stolti yfir því hvað ég er komin á góðan stað eftir það sem gerðist í vor – þegar þetta skeði bjóst ég aldrei við því að ná að jafna mig og talaði líka um að stundum eru erfiðar lífsbreytingar nauðsynlegar og hjálpa manni að koma á betri stað í lífinu,“ skrifaði Alexsandra

Hún sagði að fyrsta áfallið í þessu hafi verið að komast að því hvað væri að gerast, að hún væri að verða fyrir andlegu ofbeldi. Sjálf hafði hún verið blind á stöðuna.

„Mér fannst þessi sprengja mjög óþægileg og erfið, að þetta fór á flug svona fljótt og sá ég þetta sjálf á sama tíma og aðrir, ég vissi ekki af þessu fyrir fram, núna er ég samt svo þakklát fyrir hvernig það var opnað á þessa umræðu því þetta var nákvæmlega það sem þurfti, annars hefði ég bara verið meðvirk og afsakað þetta og sagt að þetta væri í lagi.“

Sjá einnig: Alexsandra er að „reyna að meðtaka allt sem hefur átt sér stað seinasta sólarhring“

Hent út eins og rusli

Næsta áfall hafi svo verið viðbrögðin, og þó hún nefni Þórunni ekki á nafn er ljóst að hún er að vísa til hennar viðbragða.

„Ég er búin að þurfa að sitja undir niðurlægjandi ummælum í minn garð í mörg ár – fyrir mér er nógu slæmt að tala illa um mig en að draga makann minn og barnið mitt inn í myndina er ekki í lagi, að setja út á líkamann minn 4 mánuðum eftir fæðingu er ógeðslegt, sérstaklega þegar ég talaði oft um það hversu illa mér leið með líkamann minn eftir keisarann og að ég passaði ekki í nein föt. 

Ég var ásökuð um að hafa skipulagt þetta allt saman með Helga og fleiri aðilum, mér var eytt af samfélagsmiðlum, blokkuð af instagram story, niðurlægð enn meira í persónulegum samtölum og síðan lokaði hún á sambandið okkar, án þess að fella tár, 10 ár af vináttu. Mér var gjörsamlega hent út eins og rusli.“

Alexsandra greinir frá því að eftir að hún komst út úr þessum aðstæðum hafi hún betur séð hversu mikið var í ólagi í vinskapnum. Kvíðinn hafi minnkað og sjálfstraustið aukist.

„Ég verð að fá að segja stopp“

Ekki fór framhjá Þórunni að Alexsandra væri að opna sig um málið og birti hún sjálf á Instagram í gærkvöldi viðbrögð sín þar sem hún segist hafa litið í eigin barm í málinu en það hafi Alexsandra ekki gert sjálf.

„Ég bý við þann veruleika að vita aldrei hvenær næsta árás kemur næst. Kvíðaköstin eru orðin óteljandi og ég verð að fá að segja stopp. 

Ég er búin að lesa óteljandi bækur um ofbeldi. Leita mér hjálpar hjá fagaðilum og það eina sem ég vil segja er: 

Nothing makes the narcissist happier than the chance of being the true victim.

They will sacrifice friendships and feed them to the wolves.“

Ég get ekki meira.“ 

Þórunn bætti við að hún sé með áfallastreitu eftir málið og hafi aldrei fengið að segja sína hlið.

„Ég mun aldrei fá að segja mína sögu. Ég er með áfallastreitu eftir allt sem er búið að ganga á og ofbeldið í kjölfar alls er það sem enginn mun skilja eða sjá. Það sem er búið að leyfa sér að segja við mig er ofbeldi af verstu gerð. 

Fyrir ykkur er þetta kannski drama á samfélagsmiðlum en þetta mun hafa áhrif á allt mitt líf þangað til ég fer í gröfina.“ 

Þórunn deildi þessu í tengslum við umræðuna

Því ég er vondi kallinn eins og alltaf

Hún heldur áfram og ítrekar að hún hafi ekki fengið að segja sína hlið.

„Því ég er vondi kallinn eins og alltaf. 

Ég má velja að hafa ekki manneskju sem er ekki góð fyrir mig í mínu lífi og það þarf mikinn kjark til að gera það. Ég fæ áfallastreitu viðbrögð við að sjá nafnið hennar og vildi óska þess að ég gæti farið aftur í tímann og lagað allt. 

Ég baðst afsökunar. Tók allskonar ákvarðanir í svartasta myrkri sem ég hef upplifað. En ég hef ekkert fengið að heyra þegar það var öskrað á mig um að ég væri óhæf móðir til að ala upp barnið mitt og að ég hafi gert mér þetta allt sjálf. 

Mælirinn minn var fullur. Ég gat ekki meira og var að bregðast við einhverju. Tók mig ófáar klukkustundir að sjá það. Það er eitthvað að ef manneskja getur ekki litið inn á við og séð eitthvað að sinni hegðun. Ég gerði það og skammast mín fyrir hvað ég leyfði mér.“

Alexsandra gaf lítið fyrir óbeina ásökun Þórunnar um að hún væri narsissisti. Það væri Þórunn sem hefði þá persónuleikaröskun ef ekki er. Sjálf hafi Alexsandra opnað umræðuna til að ræða eigin reynslu og tilfinningar en ekki til að sverta mannorð Þórunnar. Hins vegar láti hún það ekki yfir sig ganga að vera sjálf kölluð ofbeldismanneskja á opinberum vettvangi.

„Magnað að sjá þegar ég tala opinskátt um að vera komin á góðan stað þá er ég dregin niður og ásökuð. Hvað græðir fólk á því? Hvað er svona erfitt við að sjá aðra líða vel?“ 

Alexandra deildi þessu með færslum sínum í gærkvöldi

Hent undir lest og keyrt nokkrum sinnum yfir

Í morgun ákvað Þórunn að greina betur frá sinni hlið og opnaði sig í langri færslu.

„Ég hef fengið að koma aðeins frá mér því sem ég hef upplifað og gengið í gegnum. Ég er ekki gallalaus en ég er sterk og stend ennþá í fæturna eftir að hafa verið hent undir lest og keyrt nokkrum sinnum yfir. Fyrir mér er þetta orðið þannig að viðkomandi vill að ég þjáist og finni fyrir gjörðum mínum og minnir á þetta með reglulegu millibili. Til þess eins að sækjast í athygli á kostnað minnar vanlíðan. Sem ég svo sannarlega geri en samskipti eru 50/50 og ég var ekki ein um allt.“ 

Þórunn segir að hún hafi búist við þessari hegðun frá Alexsöndru en það sem særi mest er hversu mikilli orku Þórunn hafi verið í að vera til staðar fyrir þessa fyrrverandi vinkonu sína án þess að fá nokkuð til baka.

„Ég gaf færi á að ræða allt í byrjun en mér var ekki svarað í síma, né í persónu þegar ég mætti á staðinn og ákvað að þetta væri hegðun sem ég ætti ekki skilið. Við vitum öll sem þekkjum örlítil deili á okkur að ég hefði barist fyrir vinkonu minni fram í rauðan dauðann hefði þetta verið öfugt. Allra verst er að hugsa til baka og vita að mér hefur aldrei verið sýnd samúð, né samkennd, gert lítið úr mínum vandamálum, karakternum mínum og hvað ég sé dominerandi og hávær. Hvað það er búið að ríkja mikil öfundsýki út í önnur vinkonusambönd og atvinnutækifæri sem ég hef fengið og listinn er endalaus.“ 

Þórunn deildi þessu með færslum sínum í gærkvöldi

Þetta er það sem viðkomandi vill – fá viðbrögð frá mér

Þórunn segir að til staðar hafi verið sandkorn sem fylltu mælinn.

„Mér var drekkt í vandamálum og á slæmum tíma gat ég ekki meira. Mér þykir fyrir því að hafa sprungið á þennan hátt og get beðist fyrirgefningar á minni framkomu daglega út lífið. 

Það er í lagi að tala um batann sinn og ferlið og hvernig maður vill vinna í sjálfum sér. Persónulega kem ég út úr þessu sem betri manneskja sem veit var mörkin sín liggja. Tek oft upp símann og vill segja vinkonu minni að ég sakni hennar. Legg hann síðan aftur frá mér. 

Þetta er það sem viðkomandi vill. Fá viðbrögð frá mér. Takk allir sem hafa séð mig fyrir hver ég er. Þetta er þungt.“ 

Ætlar ekki að tjá sig meira um málið á samfélagsmiðlum

Alexsandra birti einnig nýja færslu í morgun þar sem hún þakkar fyrir stuðninginn og tekur fram að hún hafi ekki ætlað að fara á „þetta plan“ að tala svona um málið en hafi ekki annað getað eftir að Þórunn sakaði hana um að vera ofbeldismaneskja. Alexsandra tekur fram að þær hafi ekki verið í sambandi síðan í maí og það sé ekki nein árás á Þórunni að Alexsandra opni sig um að vera komin á betri stað í lífinu.

„Ég sé ekki tilganginn í að setja út á eða niðurlægja aðra, það hjálpar mér ekki neitt svo ég eyði hvorki orku né tíma í það. Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta hér á samfélagsmiðlum enda á þetta bara ekki heima þar, en ég mun halda áfram að deila mínu bataferli eins og mér sýnist.“

Alexandra deildi þessu með færslum sínum í gærkvöldi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun