fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Nýtt lag Ólafs F. Magnússonar: Er hnígur sól til viðar

Fókus
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt lag Ólafs F. Magnússonar, læknis og fyrrverandi borgarstjóra, er komið út. Það er við ljóð frá árinu 2019, en lagið varð til á þessu ári. Óperusöngkonan Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir syngur lagið en hljóðfæraleik og útsetningu annast Vilhjálmur Guðjónsson. Myndbandsupptöku annast Friðrik Grétarsson. Fallegar sólarlagsmyndir frá þessu sumri fylgja myndbandinu.

Ljóðið er svohljóðandi:

 

Er hnígur sól við sjávarmál til viðar

og senn er liðin öll þín helsta tíð,

ef draumar rætast finnur þú til friðar,

þá fegurst skín þín ævisaga blíð.

 

Þú farsæll lítur yfir farna veginn,

fylgt þér hefur gæfa um liðinn dag.

Þú getur verið ferðalagi feginn,

því forðum lifðir  þú með góðum brag.

 

Já, víst þú getur litið bjart til baka

og birtu lýsir ennþá minning þín.

Þú aldrei hefur unnið neitt til ska

og áfram glóey fegust við þér skín.

 

Sjá myndbandið í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 1 viku

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 1 viku

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar