fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Eign dagsins – Sjarmerandi útsýnisperla við sjávarsíðuna

Fókus
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 16:38

Mynd/Fasteignaljósmyndun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist varla skemmtilegra útsýnið en í útsýnisperlu sem nú er til sölu á Huldubraut í Kópavogi. Um er að ræða sjarmerandi og rúmgott einbýli á eftirsóttum stað við sjávarsíðuna

Húsið er á pöllum sem gerir það einstaklega skemmtilegt að innan og er rýmið vel brotið upp.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan á undanförnum árum og eins hefur lóðin verið tekin í gegn. Með eigninni er tvöfaldur bílskúr og svo er þar að finna 65 fermetra leiguíbúð.

Líklega er hjarta eignarinnar í stórri og bjartri stofunni. Þar má finna arinn sem er líklega upplagt að sitja við og njóta útsýnisins til norðurs yfir Fossvoginn, Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Alls eru fimm svefnherbergi í eigninni, tvö af þeim í aukaíbúðinni.

Eignin er skráð 330 fermetrar að stærð og ásett verð er 297 milljónir

Nánari upplýsingar og fleiri myndir má finna á fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?