fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Mannætan sem skrifaði matreiðslubók

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 17. júlí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Issei Sagawa var japanskur námsmaður í París árið 1981 sem fékk skólafélaga sinn, hollenska stúlku að nafn Renée Hartevelt, á heilann. Hann bauð henni í mat eitt kvöldið undir því yfirskini að undirbúa skrif ritgerðar.  

En í stað þess að kveikja á kertum og bjóða henni glas af víni skaut hann Hartevelt í hnakkann eftir að hafa boðið henni til sætis. Hún lést samstundis. Því næst hafði hann mök við líkið, skar það svo niður og át. 

Renée fékk aldrei réttlæti.

Sagawa hafði ekki einu sinni fyrir að elda Hartevelt heldur át hana hráa. Hann setti eins mikið af leifunum í ísskápinn og pláss var fyrir en setti afganginn af líkinu í ferðatösku sem hann skildi eftir í almenningsgarði. 

Heillaður af hæð

Issei Sagawa er fæddur 1949 inn í auðuga fjölskyldu. Hann var fyrirburi, ekki hugað líf, og barðist við alls kyns veikindi sem varð til þess að hann hélt sig að mestu leyti heima og las bókmenntir, einkum ljóð.

Hann játaði í viðtali mörgum árum síðar að hafa byrjað snemma að dreyma um ofbeldi og mannát í einverunni sem unglingur.

Sagawa handtekinn.

Hvort um er að kenna að Sagawa er aðeins 144 sentimetrar á hæð er óljóst en hann varð einnig snemma heillaður af hávöxnum og ljóshærðum konum. 

Sú þýska

Sagawa var í námi í bókmenntum við háskóla í Tókýó, þá 24 ára,  þegar hann braust inn til þýskrar konur sem hann hafði elt í nokkurn tíma. Hann hugðist myrða hana og éta svo rasskinnar hennar. En sú þýska vaknaði og var snör að snúa þann stutta niður. Hún féll ennfremur frá kæru eftir að faðir Sagawa greiddi henni háa fjárhæð í ,,skaðabætur.” 

Ferðataskan í með líki Renée.

Sagawa var 27 ára þegar hann hóf meistaranám í bókmenntum við Sorbonne háskóla í París. Hann hafði þó hugann við fleira en námið því næstum hvert einasta kvöld þvældist hann um stræti Parísar í leit að hávöxnum vændiskonum með það í huga að myrða. Og éta. 

Aftur á móti þorði hann aldrei að fremja verknaðinn þegar á hólminn var komið. 

Allt þar til að hann kynntist hinni hollensku Renée Hartevelt sem var ljóshærð og tæplega 180 sentimetrar á hæð. Hann varð heltekinn af hugsuninni um að innbyrða skólasystur sína. 

Skrifaði metsölubók

Það tók lögreglu ekki langan tíma að finna morðingjann og játaði Sagawa verknaðinn samstundis. Faðir hans greiddi þegar fyrir færustu lögfræðinga syni sínum til handa og  unnu þeir fyrir laununum sínum með því að ná að halda Sagawa utan fangelsis. Með þeim rökum að hann væri alvarlega veill á geði var Sagawa þess í stað vistaður á stofnun. Þar dvaldi hann í tvö ár og skrifaði sjálfsævisögu sína. Hún varð metsölubók í Japan og áhuginn á Sagawa slíkur að Frakkar vildu ólmir losna við hann úr landi.

Issei Sagawa sýnir stoltur grein um sig árið 1992.

Báðu Frakkar japönsk yfirvöld  í guðsbænum að taka við mannætunni heim.  

Þegar að heim var komið var Sagawa látinn gangast undir fjölda rannsókna og úrskurðaður heilbrigður, kynferðisleg brenglun hans þótti ekki næg ástæða til vistunar. 

Hann þurfti aftur á móti aldrei að svara til saka fyrir morðið á Hartevelt því svo virðist sem frönsk yfirvöld hafi aldrei sent nauðsynleg gögn til Japans um morðið. 

Frægur og frjáls

Árið 1986 var Sagawa því frjáls maður og reyndar stjarna í Japan. Hann skrifað fleiri bækur, kom reglulega fram í fjölmiðlum, málaði nektarmyndir af sjálfum sér og lék jafnvel í klámmyndum. Og eins og það sé nú ekki nógu ógeðfellt að Issei Sagawa skuli hafa hlotist frægð og ríkidæmi fyrir að fremja hryllilegan glæp má við bæta að á tímabili starfaði hann sem veitingahúsagagnrýnandi.

Hann skrifaði meira að segja matreiðslubók. 

Árituð mynd sem Sagawe sendi aðdáanda.

En með árunum hækkuðu þær raddir sem fordæmdu frægð Sagawa og að því kom að enginn fjölmiðill né útgefandi vildi hafa neitt saman við hann að sælda. Báðir foreldrar hans létust árið 2005 og leyfðu eftirlifandi ættingjar Sagawa ekki að vera viðstaddan jarðarförina. 

Sagawa er enn á lífi, hann býr einn og dregur fram lífið á örorkubótum. 

Það allra sorglegasta er samt sem áður að enginn man lengur nafn Renée Hartevelt. Þrátt fyrir baráttu fjölskyldu hennar fékk hún aldrei það réttlæti sem hún átti svo sannarlega skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“