fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Lygaflækjan á netinu – Ástarþríhyrningurinn sem endaði í morði

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 17. júlí 2022 20:30

Thomas, Jessi og Brian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Montgomery var 46 ára gamall vélvirki, giftur konu að nafni Cindy og áttu þau tvær dætur. Líf þeirra hjóna var í föstum skorðum, þau bjuggu í bæ í uppsveitum New York fylkis, Thomas vann í verksmiðju og kenndi í sunnudagaskóla um helgar. 

Myndin sem fylgdi notendanafni Jessi.

,,Tallhotblond“

Árið 2005 var Thomas að vafra um á netinu, nánar tiltekið á spjallþræði um tölvuleiki, þegar að einhver með notendanafni ,,Tallhotblond” hafði samband. Meðfylgjandi mynd af var af ungri ljóshærðri konu og hinn miðaldra Thomas, sem farin var að missa hárið og mynda ístru, fylltist þegar í stað hrifningu af stúlkunni.  

Þess fullviss að engin ung skvísa myndi líta við sér bjó Thomas til nýtt auðkenni og varð þar með ,,Marinesniper” í netheimum. Sá var 19 ára vöðvabúnt í hernum, kallaður Tommy, og fylgdi með mynd af Thomas, reyndar tekin tæpum 30 árum fyrr. 

Ástríðufullt samband

,,Marinesniper” og ,,Tallhotblond” hófu ástríðufullt samband í gegnum netheima. Tallhotblond sagðist heita Jessi, hún væri 18 ára og stundaði íþróttir af kappi. Hún trúði Marinesniper fyrir því að hún væri hrein mey en dreymdi um rétta elskhugann. Jessi sendi Thomas fjölda mynda af sjálfri sér, teknum bæði heima og í skólanum. Sumar þeirra voru í djarfari kantinum og sendi hún honum jafnvel blúndunærföt af sér í pósti ásamt eldheitum ástarbréfum.

Tommy ,,Marinesniper“

Thomas svaraði með hetjusögum um leyniaðgerðir sínar sem meðlimur í sérsveitum hersins. Sem allar voru að sjálfsögðu upplognar. 

Samtölin urðu sífellt kynferðislegri og varð Thomas svo heltekin af Jessi að ekkert annað komst að í lífi hans. Ástarjátningarnar flugu og að því kom að Thomas og Jessi voru farin að ræða hjónaband.

Grunsemdir eiginkonunnar

En stanslaus seta Thomas við tölvuna hafði ekki farið fram hjá Cindy konu hans sem grunaði að ekki væri allt með feldu. Og þegar að Cindy fann kassann með blúndunærfötunum lagði hún tvo og tvö saman, fór í tölvu manns síns og fann spjallið á milli hans og Jesse.

Thomas Montgomery.

Cindy tók sig til og sendi Jessi mynd af hinum hálfsköllótta og þybbna eiginmanni sínum með þeim orðum að trúa ekki orði sem hann segði ellegar eiga á hættu að vera særð. 

Jessi varð miður sín við sendinguna frá Cindy og sendi strax á Thomas skilaboð um að sambandinu væri lokið. Helst ætti hann skilið fangavist fyrir lygarnar. 

Jessi var augljóslega afar bitur yfir lygum Thomas og hafði samband við vinnufélaga hans, hinn 22 ára gamla Brian Barrett, sem gekk undir nafninu ,,Beefcake” á hinum sömu spjallsíðum. 

Myndin sem Cindy sendi Jessi.

Ástarþríhyrningur

Brian og Jessi hófu nú ástarsamband í gegnum netið og var Jessi þungorð um hversu illa Thomas hafði blekkt hana. Brian sagði því öllum sem heyra vildu á vinnustaðnum að Thomas væri glæpamaður og barnaníðingur í ofanálag. Thomas varð æfur af reiði þegar honum bárust sögurnar til eyrna og sór að hefna sín. 

Enn flækist sagan því Jessi hafði aftur samband við Thomas og sagðist enn bera til hans tilfinningar, jafnvel þótt hann hefði logið að henni. Thomas var himinlifandi og í nokkra daga flugu ástarjátningarnar á milli. Það stóð aftur á móti ekki lengi og sagðist Jessi vilja slíta sambandinu endanlega og taka saman við Brian. 

Brian Bartett.

Thomas var bugaðir yfir höfnun Jessi og þegar hann heyrði Brian segja vinnufélögum að hann hygðist aka til Virginíu fylkis til að hitta Jessi og ,,taka meydóm hennar” hreinlega sturlaðist hanns.  

Þann 15. september 2006 skaut Thomas Montgomery Brian Barrett til bana þegar hann var á leið heim úr vinnu. 

Hinn skelfilegi sannleikur

Þegar lögregla kom á svæðið var Thomas flúinn en enginn efaðist um að hann væri morðinginn. Fór lögregla á heimili hans og fann samskipti hans við Jessi í tölvunni. Óttaðist lögregla að Thomas væri á leið til heimilis Jessi til að drepa hana líka fyrir svikin og var samstundis kölluð til sérsveit til að fara að heimili hennar. 

En það var engin 18 ára Jessi sem mætti lögreglu í dyrunum.

Þess í stað var það hin 45 ára gamla Mary Shieler, öðru nafni Jessi og ,,Tallhotbond.”

Og smám saman rann hinn skelfilegi sannleikur upp. Ungur maður í blóma lífsins hafði verið myrtur vegna tveggja lífsleiðra og miðaldra manneskja í leit að spennu í líf sitt. 

Engin lög til 

Mary viðurkenndi á endanum að hafa þóst vera Jessi. Jessi reyndist vera raunveruleg og var  í raun og sann 18 ára dóttir Mary sem enga hugmynd hafði um misnotkun móður sinna á nafni hennar og ljósmyndum. Þær djarfari hafði hún tekið án vitundar dóttur sinnar. Mary  viðurkenndi að hafa sent fjölda mynda og myndbandsbrota af dóttur sinni til karlmanna, meðal annars upptökur af henni nakinni.

Mary Shieler og Jessi dóttir hennar.

Thomas Montgomery var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir morðið á Brian Barrett. 

Mary Shieler slapp aftur á móti enda engin lög til gegn athæfi hennar á netinu. Eiginmaður hennar skildi aftur á móti hið snarasta við henni og Jessi dóttir hennar skar á öll tengsl við móður sína. 

Mary hefur aldrei sýnt neina iðrun. Hún hefur ekki beðið fjölskyldu Brian, eiginkonu Thomas, né dóttur sína afsökunar á gjörðum sínum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“