fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fókus

Gunnar var smánaður af kennara í Víðistaðaskóla – Spurði hann um þyngd og skrifaði „Gunnar Fat boy!“ á töfluna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 12:31

Gunnar Ingi Ingvarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Ingvarsson er 19 ára keppandi í kraftlyftingum (verður tvítugur í haust), nemi í rafeindavirkjun og starfsmaður í Nettó. Þrátt fyrir annasamt og blómlegt líf glímir Gunnar við drauga fortíðar en hann var mikið lagður í einelti í Víðistaðaskóla. Því miður tók kennari þátt í eineltinu en Gunnar rifjar þessar nöturlegu minningar upp í myndbandi á TikTok.

Kennarinn byrjaði stærðfræðitíma einn á því að spyrja Gunnar hvað hann væri þungur. Gunnar gaf upp þyngdina og kennarinn skrifaði hana á töfluna, notaði hana í einhverju reikningsdæmi og bætti við á töfluna þessari athugasemd: „Gunnar Fat boy!“ – Gunnar tók atvikið upp á myndband í síma sínum og birtir á TikTok nú nýlega.

„Pældu í því að byrja stærðfræðitíma á því að spyrja krakka hversu þungur hann er,“ segir Gunnar. Hann greinir frá því í viðtali við DV að hann hafi átt erfitt með að ræða þessa framkomu við foreldra sína, sem og eineltið í skólanum, þar sem faðir hans var á vondum stað í lífinu og móðir hans hafði greinst með krabbamein. „Mamma sá samt hvernig mér leið þegar ég kom heim úr skólanum,“ segir Gunnar sem reyndi að leyna eineltinu og bar sig mannalega þegar kennarinn niðurlægði hann fyrir framan bekkinnn. Þess má geta að móðir Gunnars hefur sigrast á veikindum sínum í dag.

Gunnar segir að atvikið hafi fylgt sér lengi enda hafi aðrir krakkar líka tekið upp myndband af framferði kennarans og notað það gegn honum í einelti og stríðni.

Gunnar segist hafa leitað til bróður síns vegna málsins, sem er tíu árum eldri, og hann hafi haft samband við skólann. Málið var eitthvað rætt en hafði engar afleiðingar fyrir kennarann sem þó bað Gunnar afsökunar, en á hraðsoðinn hátt, eins og hann vildi fá málið strax út úr heiminum.

„Grunnskólinn hjá mér var helvíti og ég lenti í miklu einelti í 8. til 10. bekk,“ segir Gunnar sem ber kennurum við skólann illa söguna. Segist hann hafa þurft að taka síðasta árið aftur í fornámi við Tækniskólann en hann er núna á góðri leið með að útskrifast úr  námi í rafeingavirkjun úr Fjölbraut í Breiðholti. Hann ber Tækniskólanum og fjölbrautarskólanum vel söguna en vondar minningar úr grunnskóla fylgja honum.

„Þegar kennari á fimmtugsaldri gerir svona þá tekur maður það mjög inn á sig og losnar ekki við það úr hausnum,“ segir Gunnar.

„Ég var alltaf í sömu hettupeysunni og var mjög feiminn varðandi útlitið. Vildi alltaf vera í sömu fötunum,“ segir Gunnar sem hafði þolað mikið einelti í skólanum vegna þyngdar sinnar þegar kom að þessu atviki í stærðfræðitímanum. „Hann sagði: Gunnar, hvað ertu þungur? Ég sagði honum bara þyngdina að því ég vildi ekki láta bekkinn halda að ég væri einhver skræfa. Hann notaði síðan þyngdina mína í eitthvert reikningsdæmi og skrifaði þetta um mig á töfluna.“

„Ég spurði hann: Gætirðu strokað þetta út?“ Kennarinn brást við þessari beiðni með því að skrifa: „Fat Boy!“

Gunnar byrjaði síðar í vaxtarækt og í kraftlyftingum í kjölfarið. Hann æfir stíft og keppir reglulega í kraftlyftingum. Hann stefnir á keppni í aflraunum í framtíðinni. Honum gengur betur að hafa stjórn á mataræðinu en áður en er haldinn sífelldum ótta við að borða yfir sig. Hann segist þekkja önnur dæmi um einelti vegna líkamsvaxtar en í mörgum tilfellum dugi til að foreldrar þolenda hafi samband við foreldra gerenda til að stöðva eineltið. Það sé því miður ekki alltaf þannig.

„Þegar manni líður illa sækir maður í það sem veitir manni vellíðan,“ segir Gunnar sem segist hafa sótt huggun í mat á erfiðum tímum. Hann sér fram á bjartari tíma en erfitt er að losna við minningarnar um eineltið frá grunnskólaárunum.

„Það er svo fyndið með þennan kennara. Allir eru að segja að hann sé svo geggjaður og skemmtilegur enda er hann líka söngvari. En hann hefur skemmt part af mínu lífi,“ segir Gunnar. Hann segir að honum finnist óskiljanlegt að kennarinn hafi ekki misst starfið vegna þessa atviks.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna