,,Það er nú gott að verið sé að byggja upp almennilega aðstöðu fyrir fólk. En það kostar náttúrulega og þá þarf að rukka fyrir það. En þá er líka hægt að hafa svona góða aðstöðu fyrir gesti. En það gerist ekki af sjálfu sér,“ segir Villi Goði í bráðskemmtilegu myndbandsbroti sem hann birtir á Faceook. Kaldhæðnin ætti ekki að fara framhjá neinum.
Villi tekur myndbandið upp í Nátthaga og má þar sjá útikamra dottna á hliðina við hlið yfirfullra ruslatunna.
,,En þetta kostar allt peninga og þá höfum við líka þetta,“ segir Villi og beinir myndavélinni að ruslatunnum við bílastæðið. ,,Þetta er almennilegt, allt að gerast. Uppbygging ferðaþjónustunnar í hnotskurn.
Hér má sjá myndbandsbrot Villa Goða: