fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Solla stirða gerir það gott sem áhrifavaldur

Fókus
Föstudaginn 15. júlí 2022 16:55

Chloe Lang lagði ekki leiklistina fyrir sig heldur samfélagsmiðla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Lang, sem fór með hlutverk Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum um Latabæ, gerir það gott sem áhrifavaldur í dag og er með um hálfa milljón fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Hún leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með daglegu lífi sínu í stórborginni New York og birtir reglulega minningarbrot frá árum sínum í Latabæ og segist sakna tímans þar. Þetta kemur fram í umfjöllun The Sun um Lang og þættina heimsfrægu.

Alls voru framleiddir 78 þættir af Latabæ, eða LazyTown, á árunum 2004 – 2014. Fjórar þáttaraðir framleiddar af Lazytown, fyrstu tvær þáttaraðirnar árið 2004 og 2007, alls 52 þættir. Turner Europe keypti síðan réttinn af þáttunum og í framhaldinu voru tvær þáttaraðir framleiddar á árunum 2013 til 2014 og var mikið lagt í verkefnið.

Þættirnir voru dýrasta barnaefni heims á þessum árum, framleiddir hérlendis, en hver þáttur,kostaði 1 milljón dollara. Vinsældirnar voru líka miklar, ekki síst í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Tvær leikkonur léku Sollu Stirðu, í fyrstu tveimur þáttaröðunum fór Julianne Rose Mauriello með hlutverkið en síðan tók Chloe Lang við en þá var hún aðeins 9 ára gömul.

Í umfjöllun The Sun kemur fram að Lang sé í dag 20 ára gömul. Hún hefur ekki landað neinum stórum hlutverkum síðan en tekið að sér einhver aukahlutverk í kvikmyndum og stuttmyndum. Hún nýtur þó, eins og áður segir, mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og eru það ekki síst gamlir aðdáendur Latabæjar sem að fylgja Lang eftir.

Hér má fylgjast með Chloe Lang á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“