fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Rokk í Reykholti á laugardag

Fókus
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 16:27

Mynd: Sigurdór Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 16. júlí verður tónleikadagskrá í Reykholti tileinkuð unglingahljómsveitinni The Evil Pizza Delivery Boys, undir yfirskriftinni Rokk í Reykholti. The Evil Pizza Delivery Boys var starfrækt á árunum 1989 til 1991 í Borgarnesi nánast eingöngu en að litlu leyti í uppsveitum Borgarfjarðar og Snæfellsness og að minnstu einu stoppi á Akranesi.

Lék sveitin á skólaböllum og sveitaböllum, en þá oft undir öðru nafni – sem T.E.P.D.B. tók hún tvisvar þátt í Músíktilraunum og lét eftir sig eina 10 laga spólu.

Stofnmeðlimir voru: Gísli Magnússon, Símon Ólafsson, Guðmundur Svanberg Sveinsson og Óskar Víekkó.

Síðar léku með: Guðveig Eyglóardóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir og Þórður Magnússon.

Mynd: Sigurdór Guðmundsson

Í tilkynningu frá hljómsveitarstjóra er The Evil Pizza Delivery Boys lýst svo:

„Tónlist The Evil Pizza Delivery Boys var býsna blönduð enda var að borðinu komið úr ýmsum áttum. Bassaleikari sem fílaði Pax Vobis og Pink Floyd, með slettu af Rush, trommuleikari sem hlustaði á The Who og The Band, og Iron Maiden, einn gítarleikari sem hneigðist til Steve Vais, Zappas og Hendrix og að lokum annar sem var á kafi í Big Audio Dynamite, Pogues og Midnight Oil. Stúlkurnar fíluðu Pixies og Geira Sæm. Sykurmolarnir voru the name of the game, Síðan skein sól ekki langt undan – hrærð saman hljómuðu sveitirnar virkilega furðulega. Þetta reyndust allra síðustu tímar „seinni nýbylgjunnar“ áðren gruggið fyllti main stream heima og dauðarokk og techno alternative senuna. Fylgt var dæmi Bjarkar og Helga og annaðhvort sungið á kjarngóðri íslensku eða svo óskiljanlegri ensku að hljómaði einsog í apabúri. Textunum var ætlað að vera merkingarfullir eða alls ekki, og má halda því skammlaust fram að þar birtist persónufornafnið „hún/hann“ fyrst í íslenskri bókmenntasögu,“ segir hljómsveitarstjórinn gímaldin.

Dagskráin í Reykholti, þrátt fyrir yfirskrfitina, verður lágstemmd að mestu, kirkjuvæn og nánast allt efni endurútsett eða skipt um söngtúlkanda. Hljómsveitarstjóri er gímaldin.

Fram koma: Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Halldóra Björk Friðjónsdóttir, Guðmundur Svanberg Sveinsson og Hafþór Ólafsson.

Dagskrá hefst klukkan 16 og verður hlé með kaffi og kruðerí.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“