fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fókus

„Ég er ekki gullgrafari!“

Fókus
Laugardaginn 9. júlí 2022 19:30

George og Sienna. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sienna Keera og George Keywood eru ósköp venjulegt par. Þau eru ástfangin og eiga saman son. En samband þeirra hefur vakið mikla athygli og verða þau fyrir aðkasti, bæði á samfélagsmiðlum og úti á meðal almennings, vegna stærðarmismunar þeirra. Sienna er grönn kona og George er í stærra lagi.

Sienna hefur ítrekað fengið að heyra að hún sé „gullgrafari“ og hún sökuð um að vera á höttunum eftir peningum George, sem er leikari.

„Ef ég væri gullgrafari þá myndi ég eltast við einhvern sem er ríkur. George hefur það bara ágætt, við erum ekki að lifa einhverjum lúxus lífsstíl svo þessar athugasemdir eru bara heimskulegar,“ sagði hún í viðtali við The Sun í fyrra.

Hjónin á brúðkaupsdaginn. Mynd/Instagram

Í því viðtali greindi hún einnig frá því að hún hefur alltaf laðast að stærri karlmönnum og að kynlífið þeirra sé það besta sem hún hefur stundað. „George er mjög liðugur og stærðin hans hindrar hann ekkert,“ sagði hún.

Þau hafa verið saman í fjögur ár og gifta sig í nýjum þætti af Love Don‘t Judge frá vefmiðlinum Truly. Í þættinum ræða þau um samband sitt, neikvæðu athugasemdirnar og lífið í dag. Framleiðendur fylgja þeim á brúðkaupsdaginn og fáum við að horfa á athöfnina sjálfa.

„Allir segja að ég sé gullgrafari og aðeins í þessu sambandi fyrir peninginn, en ég er í þessu sambandi að eilífu!“ sagði Sienna.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024

Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024