fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Sjöfn heimsækir tvo veitingastaði á Akureyri í kvöld þar sem matarástin blómstrar

Fókus
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 15:03

Rub 23 er annar veitingastaðurinn sem Sjöfn Þórðar heimsækir á Akureyri í kvöld. Leiðin liggur líka á Aurora veitingastaðinn sem er á Icelandair Hótelinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar tvo veitingastaði á Akureyri, annars vegar Aurora sem staðsettur er á Icelandair hótelinu og hins vegar Rub 23 sem er á Kaupvangsstræti 6.

Aurora er veitingastaður þar sem bæði er boðið upp á sæti innan og utandyra. Í byrjun sumars leit nýr matseðill dagsins ljós sem nýi yfirkokkurinn, Sindri Freyr á heiðurinn af. Sindri Freyr og veitingastjórinn Sesselía Agnes Ingvarsdóttir, hafa unnið saman að nýjum víns- og kokteilaseðli með sumarlegu ívafi ásamt fleiri skemmtilegum nýjungum þar sem vín er parað með mat.

„Við fórum út í að létta allt yfirbragð á matseðlinum og vera meira með ferskmeti og leyfa brögðunum að njóta sín,“ segir Sindri Freyr sem hefur sett sitt fingrafar á matseðilinn. „Við reynum að nýta hráefnið úr sveitunum, Norðurlandið er hrein matarkista og ótrúlega gróska sem fram fer í nærsveitum Akureyrar.

„Við leggjum áherslu á að vera með íslenskt hráefni í drykkjunum og fjölbreytnin er mikil,“ segir Sesselía og er afar stolt af nýja vín- og kokteilaseðli veitingastaðarins. Útisvæðið nýtur mikilla vinsælda og nú hefur þjónustan á útisvæðinu verið stóraukin og hægt verður að kaupa drykkina þar auk þess sem hægt er að panta matarkræsingar út.

Sjöfn fær þau Sindra og Sesselíu til að svipta hulunni af því sem staðurinn býður upp á í sumar og sjálfsögðu er farið í eldhúsið. Sindri töfra meðal annars fram sumarlegasta réttinn þeirra sem er forréttur og framreiðir íslenska lambið í aðalrétt á nýstárlegan og skemmtilegan hátt þar brögðin leika listir sínar.

Rub 23 er rótgróinn veitingastaður á Akureyri og er þekktur fyrir sjávarfang og sushi. Staðurinn var opnaður í júní 2008 við Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Í mars 2010 flutti staðurinn í stærra og hentugra húsnæði við Kaupvangsstræti 6, í hjarta bæjarins. Húsið er reisulegt og fangar augað og það má með sanni segja að staðurinn sé þétt setinn öll kvöld. Maðurinn bak staðinn og matseðilinn, eigandinn frá upphafi er Einar Geirsson matreiðslumeistari. Í þættinum Matur og Heimili heimsækir Sjöfn, Einar þar sem þau spjalla um sögu og tilurð staðarins en Einar hefur áralanga reynslu í veitinga- og matreiðslugeiranum. Einar var í kokkalandsliðinu um árabil og var matreiðslumaður ársins 2003, hann hefur tekið þátt á heimsmeistaramótum og ólympíuleikum í matreiðslu og unnið til fjölda verðlauna, bæði gull- og silfurverðlauna.

„Frá byrjun langaði okkur að vera öðruvísi og bjóða upp á eitthvað nýtt og spennandi. Til mynda þegar við opnuðum fyrst litla staðinn okkar að Kaupvangsstræti 23, buðum við upp á að viðskiptavinir gátu valið sér sjálfir krydd á hráefnið, við vorum með tólf krydd sem hægt var að velja úr,“ segir Einar en bætir við að staðurinn hafi síðan stækkað og þróast. Rub 23 nýtur mikilla vinsælda hjá Íslendingum og vinsældirnar hafa bara vaxið síðustu misseri og hefur eftirspurn til mynda aukist að fá að sækja sushi og taka heim. Bregðast á frekar við þeirri eftirspurn í haust og sviptir Einar hulunni af því leyndarmáli í þættinum í kvöld.

Aðspurður segir Einar að áhersla hafi ávallt verið að vera með hráefni og matargerð þó svo að það hafi ekki farið hátt. „Við erum til dæmis með eyfirskt nautakjöt, svo erum við með íslenskt wasabi og hunang frá nokkrum konum hér í sveitinni sem eru með býflugnarækt,“ segir Einar. Rub 23 er ekki einni staðurinn á Akureyri sem Einar á og rekur. Hann býður upp á fjölbreytta matarflóru á fjórum stöðum í sömu götunni og geri aðrir betur.

Meira þessa ólíku veitingastaði sem bjóða upp á einstaka matarupplifun í þættinum Matur og heimili í kvöld klukkan 21.00 á Hringbraut. Athugið breytan sýningartíma.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins:

 

MH stikla 5 juli 22
play-sharp-fill

MH stikla 5 juli 22

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set
Hide picture