Fasteignaverð hefur hækkað töluvert undanfarin ár eins og sést á eign sem var skráð til sölu í gær.
Um er að ræða einbýlishús við Einarsnes í Vatnsmýrinni á höfuðborgarsvæðinu. Eignin var keypt árið 2014 á 30 milljónir. Ásett verð núna er 110 milljónir, fermetraverð hækkaði því úr 263 þúsund krónum í tæplega 965 þúsund krónur.
Það er þó vert að taka fram að húsið er ný standsett og hafa núverandi eigendur tekið það allt í gegn. Húsið er meðal annars allt ný einangrað, þakið hefur verið endurnýjað, gluggarnir í öllu húsinu eru nýir með þreföldu gleru ásamt nýjum hurðum við aðalinngang og í borðstofu út í garð.
Húsið stendur á 549 fermetra eignarlóð.
Það er hægt að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.