Hávær orðrómur er uppi um að milljarðamæringurinn Rupert Murdoch hafi sagt upp Jerry Hall, eiginkonu sinni til sex ára, með sms-skilaboðum. Frá þessu greinir Daily Mail en greint var frá því á dögunum að hjónbandi Murdoch og Hall væri lokið. Talsverður aldursmunur er á parinu en Murdoch er 91 árs gamall á meðan Hall er 65 ára. Þau kynntust árið 2013 í kjölfar skilnaðar Murdoch við þriðju eiginkonu sína, Wendi Deng, og gengu í það heilaga nokkru síðar og virtust geisla af hamingju,
Í greininni kemur fram að Hall sé miður sín vegna málsins en aðilar sem tengjast Murdoch haldi því fram að ólíkur lífstíll þeirra og ekki síst sú staðreynd að Hall er reykingarmanneskja hafi gert það að verkum að upp úr hjónabandinu slitnaði.