fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Súsanna greindist með krabbamein þegar hún var aðeins 26 ára gömul – „Ég skildi ekkert hvað var að gerast“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 25. júní 2022 12:42

Myndir: Anton Brink/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súsanna Sif Jónsdóttir var aðeins 26 ára gömul þegar hún greindist fyrst með krabbamein árið 2017. Síðan þá hefur hún verið í baráttu við krabbameinið og nú, fimm árum síðar, er för hennar heitið í stofnfrumumeðferð í Svíþjóð. Súsanna ræddi ítarlega um baráttuna og það sem henni hefur fylgt í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins sem kom út í dag.

Súsanna segist hafa vitað að hún væri veik en hana grunaði aldrei að um krabbamein væri að ræða. Hún hafði verið veik lengi og farið á milli lækna en þeir héldu alltaf að veikindin tengdust vefjagigt sem hún hafði greinst með sem barn. Áður en hún greindist með krabbameinið hafði Súsanna verið slöpp í langan tíma, verið þreytt með hita og grennst mikið.

„Það var svo að ég held sjötti læknirinn sem ég fór til sem tók eftir því að ég var rauð á olnboganum og ákvað að taka sýni. Mér fannst þetta eitthvað skrítið af því ég hafði ekkert farið til hennar út af þessu en hafði verið svona í þrjú ár, hélt að þetta væri bara þurrkblettur,“ segir Súsanna en í sýninu var að finna hvítblóðkorn og ljóst var að Súsanna var með eitilfrumukrabbamein á fyrsta stigi.

Þegar Súsanna greindist með krabbameinið var henni sagt að 90% þeirra sem greinast með þetta krabbamein fara aldrei af fyrsta stigi yfir á annað, þriðja eða fjórða stig og deyja því ekki vegna krabbameinsins. „Þarna fyrst eftir að ég fékk að heyra að þetta væri á fyrsta stigi og verði líklega þannig, verð ég ekki beint hrædd eða stressuð og grunaði ekki að þetta væri svona alvarlegt. Ég átti bara að fara í ljósameðferðir og halda þessu niðri þannig,“ segir Súsanna.

Hún fór þá í ljósameðferð og leið betur þangað til hún fann hnúð undir húðinni, krabbameinið hafði stökkbreyst og Súsanna átti að fara í lyfjameðferð viku síðar. „Ég skildi ekkert hvað var að gerast og að ég væri ekki ein af þessum 90 prósentum sem talað hafði verið um að myndu ekki deyja úr þessum sjúkdómi.“

Sagði á fyrsta stefnumótinu að hún ætlaði að eignast barn

Þegar ljóst var að Súsanna þurfti að fara í meðferðina fóru læknarnir hennar yfir allt sem var fram undan. Það var þá sem hún fékk að vita að það eru 30-70% líkur á ófrjósemi í kjölfar meðferðarinnar. Súsanna var þarna viss um að hún vildi eignast barn en hún hafði árið 2010 eignast andvana son. „Ég hef verið móðir án barns í 12 ár og vissi strax að ég ætlaði að eignast barn og það tók á mig að heyra hversu miklar líkurnar á ófrjósemi væru hjá mér eftir lyfjameðferðina,“ segir hún.

Súsanna gat ekki geymt egg áður en hún fór í meðferðina því það var svo stutt í hana. Um leið og meðferðinni lauk fór hún og lét athuga á frjóseminni hjá sér en þá kom í ljós að eggjaforði hennar var á við meðal eggjaforða 45-50 ára kvenna, þarna var Súsanna aðeins 27 ára gömul.

„Þegar ég er í meðferðinni byrja ég svo með manninum mínum. Við höfðum verið vinir í mörg ár og ég var mjög opin með þetta allt við hann. Sagði honum á okkar fyrsta alvöru stefnumóti að ég ætlaði að eignast barn, hann gæti verið með ef hann vildi, annars myndi ég finna sæðisgjafa,“ segir hún.

Tókst að verða ólétt í Grikklandi

Súsanna segir að maðurinn hennar hafi tekið þessu „eins og meistari“. Þau fóru í kostnaðarsamar meðferðir bæði á Íslandi og svo í Grikklandi til að reyna að eignast barn en á meðan á því stóð greindist Súsanna aftur með krabbamein. Þá þurfti hún að fara aftur í lyfja- geisla- og ljósameðferðir.

Að lokum tókst Súsönnu að verða ólétt í Grikklandi og eignaðist hina fjögurra mánaða gömlu Aþenu ásamt Arnari Gunnarssyni, manninum sínum. Allar aðgerðirnar hafa verið afar kostnaðarsamar og segir Súsanna í viðtalinu að henni finnist að ríkið ætti að taka miklu meiri þátt í því að niðurgreiða frjósemismeðferðir.

Hægt er að lesa viðtalið við Súsönnu í heild sinni á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir