Frasinn BDE eða Big Dick Energy hefur fest sig í sessi í dægurmálamenningu undanfarið. Frasinn varð vinsæll eftir að Ariana Grande tísti um typpastærð þáverandi unnusta síns, Pete Davidson, og var frasinn notaður til að lýsa honum.
Sjá einnig: Viðurkennir að orðrómurinn um „typpaorku“ Pete Davidson hafi fyrst vakið áhuga hennar
En BDE – eða „typpaorka“ – snýst ekki um typpastærð heldur hvernig fólk ber sig, hvort það geislar af sjálfsöryggi og frasinn á meira við um allsherjarbrag einstaklingsins.
Þannig þegar leikkonan Anne Hathaway var beðin um að nefna hvaða stjörnur henni finnst vera með BDE – eða „mestu typpaorkuna“ – nefndi hún einnig kvenfólk.
„Eins og staðan er í dag, þá er Lizzo með BDE. Billie Eilish klárlega og augljóslega Harry Styles,“ sagði hún við Interview.
Hún nefndi einnig hönnuðinn Christopher John Rogers. „Ég elska hvað hann er að gera í tísku núna. Ég er svo mikill aðdaándi. Ég held að þetta viðtal hefur verið að gefa frá sér „gyðjuorku“ (e. goddess energy). Michelle Yeoh er líka með mikla „gyðjuorku.““