Seinni hluti af þáttaröðinni Stranger Things 4 verður sýndur á Netflix þann 1. júlí og nú er komið sýnishorn fyrir lokaþættina tvo.
Fyrstu sjö þættirnir voru sýndir á Netflix 27. maí og hafa aðdáendur því þurft að bíða nokkuð eftir síðustu þáttunum, en áhorfsmet var slegið þegar fyrri hlutinn kom út.
Þessi nýja sería hefur verið sögð drungalegri og óhugnanlegri en þær fyrri, og nú eru krakkarnir orðnir unglingar.
Sjöundi þátturinn, sá seinasti í fyrri hlutanum, endaði á æsispennandi hátt þar sem áhorfendur komust að því hver 001 er í raun.
Síðustu tveir þættirnir jafnast síðan á við bíómyndalengd en áttundi þátturinn er klukkustund og 25 mínútur en sá níundi hvorki meira né minna en tveir klukkutímar og þrjátíu mínútur.
Hér er glænýtt og sjóðandi heitt sýnishorn: