Sannkölluð höll í Mosfellsbæ var skráð á sölu í dag. Um er að ræða 266,3 fermetra einbýlishús á einni hæð með fjórum svefnherbergjum við Laxatungu, þar af er innbyggður bílskúr 41,1 fermetrar.
Með eigninni er glæsilega vel hannaður garður með skjólveggjum, flísalagðri verönd með steyptum potti – bæði heitum potti og köldum potti – og vel útfærð úti-grill aðstaða. Það er einnig niðurgrafið svæði með setsvæði og möguleiki á eldstæði fyrir miðju þess.
Þú getur lesið nánar um eignina og séð fleiri myndir á fasteignavef DV.
Smelltu á linkinn hér til að skoða húsið í 3-D.