fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Sjöfn verður á faraldsfæti í kvöld og heimsækir Hauganes

Fókus
Þriðjudaginn 21. júní 2022 15:00

Í þætti kvöldsins heimsækir Sjöfn meðal annars Baccalá Bar og hittir þá félaga Elvar Reykjalín eiganda og hugmyndsmið staðarins og Sölva Antonsson nýverið tók við rekstri staðarins af Elvari sem hingað til hefur sinnt rekstrinum. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili verður á faraldsfæti í kvöld en þá leggur Sjöfn leið sína norður á Hauganes í Eyjafirði og heimsækir fyrirtækið Ektafisk og veitingastaðinn Baccalá Bar sem er í eigu Elvars Reykjalín sem er réttnefndur saltfiskkóngur Íslands.

Elvar er þriðji ættliður saltfiskverkenda á Hauganesi og framleiðir saltfiskinn samkvæmt þeim ströngu hefðum og aðferðum sem afi hans kenndi honum. Ektafiskur framleiðir útvatnaðan og beinhreinsaðan saltfisk í neytendaumbúðum ásamt öðru ljúffengu fiskmeti. Ektafiskur er brautryðjandi í slíkri framleiðslu og eina fyrirtækið sem framleiðir og dreifir slíkri vöru bæði í verslanir og til betri veitingahúsa um allt land sem og erlendis.

Í upphafi árs 2006 keypti Elvar gamalt frystihús og því breytti því í fullkomið eldhús sem stenst ströngustu kröfur í matvælavinnslu. Framleiðsla á tilbúnum réttum hófst í byrjun árs 2007 og þá ekki bara tilbúnum saltfiskréttum, heldur úr allskonar ljúffengu sjávarfangi. Veitingasalur var síðar byggður utan á húsið og eldhúsinu breytt í veitingastaðinn Baccalá bar.

„Fyrir sex, sjö árum var ég við að verða gjaldþrota með saltfiskverkunina svo ég lagðist undir feld og ígrundaði hvað ég gæti gert til að redda mér og úr varð að ég bæti við þessari viðbyggingu. Það er að segja salnum og veitingastaðurinn Baccalá Bar varð til,“ segir Elvar.

„Þegar það kom að því að hannað aðstöðuna fyrir framan var ég á því að ég vildi hafa þetta eitthvað öðruvísi, eitthvað spennandi fyrir fyrir augað, sem fólk myndi vilja mynda og deila áfram. Það var ekki fyrr en við hjónin vorum stödd á Tenerife að ég fékk allt í einu þá hugmynd að hafa þarna víkingaskip með skjöldum og öllu,“ segir Elvar og er hinn ánægðasti með hvernig til tókst. „Þetta hefur algjörlega slegið í gegn, það mynda allir skipið sem hingað koma og deila áfram á Instgram og hvað eina.“

Nýverið tók Sölvi Antonsson við rekstrinum ásamt konu sinni af Elvari sem hingað til hefur sinnt rekstrinum. Sjöfn hittir líka Sölva og  fær smjörþefinn af því sem þar er í boði.

„Við erum með fjölbreytt úrval af saltfiskréttum og það allra vinsælasta hjá okkur er saltfiskpitsan,“ segir Sölvi og segist nánast engu hafa breytt á matseðlinum.

Barnabarn Elvars, Sigmar Ágúst, er kominn á fullt með hafa sínum í saltfiskverkunin auk þess að hann tekur á móti ferðamönnum og gefur þeim innsýn í starfsemina. Þeim er meira segja boðið að vígja sig inn í hákarlaklúbbinn. Eitt það skemmtilegasta sem gestir fá að upplifa er að fylgjast með flakaranum að störfum.

Upplifunin að heimsækja Hauganes á fallegum degi er nánast ólýsanleg og enginn verður svikinn að njóta þess sem augum ber.

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri heimsókn Sjafnar á Hauganes þar sem ævintýrin gerast. Þátturinn Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hér má sjá stiklu úr þætti kvöldsins:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“