fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Sólbekkjastríð á Tenerife – „Fleiri hótel þurfa að gera þetta“

Fókus
Mánudaginn 20. júní 2022 22:01

Gran Costa Hotel. Mynd/Tripadvisor

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum gestum á fimm stjörnu hótelinu Gran Costa Adeje Hotel á Tenerife, sem höfðu notað handklæði til að taka frá sólbekki, brá heldur betur í brún fyrir helgi þegar þeir sáu að búið var að fjarlægja handklæðin þeirra.

Amanda Proctor er gestur á hótelinu og á föstudag tók hún upp myndband og deildi á TikTok þar sem hótelstarfsmenn sjást fjarlægja handklæði, töskur og fleira sem var notað til að taka frá sólbekkina næst einni sundlauginni. Í staðinn skildu þeir eftir miða þar sem fram kom hvar hægt væri að sækja munina. MailOnline greinir frá þessu. 

Amanda segir að á staðnum sé skilti þar sem fram komi að óheimilt sé að taka frá sólbekki fyrir klukkan tíu á morgnana.

Milljónir hafa horft

Á myndbandinu sjást þrír starfsmenn fjarlægja handklæði af sólbekkjum, þar af einn sem heldur á yfir tíu handklæðum. Yfir 2,5 milljón manns hafa þegar horft á myndbandið.

Einn skrifar við myndbandið: „Þetta eru þeir sem taka frá sólbekk við sundlaugina en mæta svo ekki fyrr en klukkan fjögur síðdegis,“ og annar talar um þetta sem „stríðið um sólbekkina.“

Amanda svarar: „Nákvæmlega. Ég hugsaði bara: Áfram þið! Þeir tóku töskur, handklæði og allt, og skildu eftir miða á bekknum þar sem stóð hvar væri hægt að sækja þetta.“

„Sprenghlægilegt“

Hún bætti við að það hefði verið „sprenghlægilegt“ að horfa á fólk koma aftur og sjá að það var búið að taka handklæðin, sumir hafi einmitt ekki komið aftur fyrr en síðdegis.

Þriðji skrifar við myndbandið: „Fleiri hótel þurfa að gera þetta. Reglan ætti bara að vera: Fyrstur kemur, fyrstur fær.“

Og sá fjórði, sem segist hafa unnið á Gran Costa Adeje Hotel, skrifar: „Þeir taka í burtu handklæði sem hafa verið á bekknum lengur en klukkustund án þess að neinn hafi notað bekkinn. Elska þetta.“

 

@mandsandrands #Granhoteltenerife #poolsunbeds #nosavingsunbedsbypool #GranhotelCosta Adeje #costaadeje #towels #hotelsecurity #Britsonholiday #germansonholday #dutchonholiday ♬ Unstoppable – Sia

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi