Örfáir dagar er síðan Beyoncé staðfesti að hún væri að gefa út nýja plötu þann 29. júlí sem ber heitið Renaissance.
Þetta er sjötta sólóplana hennar og sú fyrsta síðan Lemonade kom út árið 2016.
Nýlega eyddi hún öllu efni af samfélagsmiðlum sínum og fóru þá margir að geta sér til um að eitthvað stórt væri í bígerð – mögulega ný plata.
Nú eru samfélagsmiðlarnir hennar aftur fullir af efni, meðal annars af íburðarmiklum myndum sem voru teknar fyrir Vouge.
En ekki nóg með það heldur hefur hún tilkynnt útgáfu nýjustu smáskífunnar af Renaissance í Instagramprófílnum sínum.
Þar kemur fram að smáskífan Break My Soul, sem virðist vera sjötta lag plötunnar, verði frumflutt á miðnætti ET sem stendur fyrir Eastern Time, en það mun vera klukkan fjögur í nótt samkvæmt íslenskum tíma.
Hægt að kaupa .wav útgáfu af smáskífunni á 1,29 dollara eða tæpar 170 íslenskar krónur. Þeir sem festa kaup á smáskífunni fyrirfram fá hana senda í tölvupósti klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.
Smellið hér til að kaupa: