Lindahverfið í Kópavogi er meðal vinsælli hverfa fyrir þá sem þrá hið klassíska úthverfalíf og hafa eignir þar oft skamma viðveru á sölusíðum, og hreinlega rjúka út eins og heitar pönnukökur, eins og kanarnir kalla það.
Ein vinsæl gata í Lindahverfi er Fjallalindin og þá einkum einbýlishúsin sem finna má næst Hádegishólnum í botnlangaútskotum götunnar.
Nú er eitt höllin komin á sölu. Eignin er skráð 263,9 fermetrar og þar af er 50 fermetra bílskúr. Með eigninni fylgir einnig 35 fermetra óskráð rými sem er í dag innréttað sem sjónvarpsrými ásamt baðherbergi.
Eignin samanstendur af fjórum svefnherbergjum, þremur baðherbergjum, rúmgóðum stofum og fallegum grónum garði.
Krúnudjásn þessarar botnlangahallar er þó án efa alrýmið þar sem finna má eldhús, borðstofu og stofu. En þar má finna smekklega og nýstárlega eldhúsinnréttingu, aukna lofthæð og mikið af gluggum sem gera rýmið einstaklega bjart og leyfir fallegu útsýninu yfir Kópavoginn að njóta sín.
Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV