Seðlabankastjóri virðist ekki hafa skapað sér sérstakar vinsældir í dag þegar bankinn tilkynnti þá ákvörðun sína að lækka veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90% í 85%.
Tilgangurinn er sagður að bregðast við hækkandi fasteignaverði og mikilli skuldsetningu ungmenna.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína á fundi í morgun. Aðgerðirnar snúa fyrst og fremst að fyrstu kaupendum.
Margir hafa hafa talað um forræðishyggju í þessu sambandi en Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, gaf út að fyrstu kaupendur hafi haft rýmri heimildir til fyrstu kaupa og með þessu sé verið að gæða að því að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni.
Eins og búast mátti við lét fólk í sér heyra á Twitter.
Steinunn spurði af hverju Seðlabankinn hataði ungt fólk og Gísli lagði til að frekar ætti að setja hámark á hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í avocado toast, en sem kunnugt er hefur eldri kynslóin haft áhyggjur af því hvað sú yngri eyðir miklu í ristað brauð með avocado.
Það ætti mögulega frekar að setja hámark á hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í avocado toast 🙃
— Gísli Már (@gislimar) June 15, 2022
Hafþór Óli birti litla myndasögu.
Þakklæti er mér efst í huga pic.twitter.com/iPq6htJ3ew
— Hafþór Óli (@HaffiO) June 15, 2022
Máni var hrifinn af nálguninni hjá Maríu Björk.
Þetta er svo gott take. https://t.co/02gOqhqRHc
— Máni Pétursson (@Manipeturs) June 15, 2022
Donnu fannst ráðist að röngum hópi.
fasteignamarkaðurinn á Íslandi: ekkert framboð, fyrstu kaupendur að reyna að halda í við 15% hækkun á húsnæðisverði bara á síðasta ári
seðlabankinn: við höfum ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn fyrstu kaupendum
— 💎 Donna 💎 (@naglalakk) June 15, 2022
Og Italian Elon Musk, sem við skulum reikna með að sé gælunafn, var sammála Donnu.
Frekar en að gera fyrstu kaupendum erfiðara fyrir ættum við að hækka alla skatta og gjöld á þá sem eiga fleiri en eina fasteign. Þeir eru raunverulega vandamálið á markaðinum.
— Italian Elon Musk (@artybjorn) June 15, 2022