fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Upphaf heimsins – Saga dónalegasta málverks sögunnar sem bæði heillaði og hneykslaði

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 12. júní 2022 22:22

Sjálfsmynd af Courbet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1886 málaði franski listamaðurinn Gustave Courbet verk sem han nefndi L’Origine du monde, eða Upphaf heimsins. Málverkið átti eftir að valda deilum og dramatík sem jafnvel enn sér ekki fyrir endann á.

Svo hneykslanlegt þótti það að það leið rúm öld áður en það kom fyrir sjónir almennings.

Málverkið er af nakinni konu og eru kynfæri hennar miðpunktur verksins. Aftur á móti sést ekki í andlit hennar. Auðvitað höfðu listamenn málað nakið fólk í gegnum aldirnar en enginn á jafn grafískan hátt og Courbet gerði. Einnig var óvenjulegt samkvæmt nítjándu aldar venju að sleppa því að mála höfuð viðkomandi.

L’Origine du monde

Talið er víst að tyrkneskur diplómat sem fór stórum í skemmtanalífi Parísar, Khalil Bey að nafni,  hafi pantað myndina sem viðbót í myndarlegt safn sitt af erótískum listaverkum, meðal annars máluðum af Courbet. En ekkert þeirra var jafn sláandi og Upphaf heimsins. Ólíkt öðrum verkum sínum hafði Bey verkið á bakvið tjald sem aðeins var opnað afar háttsettum gestum. 

Þótt að verkið væri í einkaeigu vissu margir af tilvist þess og sú spurning sem brann, og brennur enn, á flestra vörum var hvert módelið væri. 

Lengi vel töldu flestir að um væri að ræða Joanna Hiffernan, vinsæla fyrirsætu listamanna á þessu tíma sem hafði áður setið fyrir hjá Courbet. Hún var sennilegast einnig ástkona hans og reyndar hæfileikaríkur málari sjálf. Coubet málaði nokkrar myndir af Hiffernan sem aftur á móti stangast á við þá kenningu að um hana sé að ræða.

Er þá litið til þess að hún var rauðhærð og afar ljós yfirlitum, ólíkt konunni á myndinni sem virðist hafa dekkri húðlit auk þess að vera langt því frá að vera rauðhærð á þeim einkastað sem myndin skartar. 

Courbet málaði nokkrar myndir af Joanna Hiffernen sem svo sannarlega var rauðhærð.

Aðrir hafa haldið því fram að sennilegra sé að um Constance Quéniaux að ræða en hún var ein af ástkonum diplómatsins. Einnig hefur þeirri kenningu verið kastað fram að fyrirsætan hafi verið kona að nafni Marie-Anne Detourbay, dansari og samkvæmisljón, sem einnig var ein fjöldamargra ástkvenna kvensama Tyrkjans.

Nafn fyrirsætunar er aftur á móti enn hulin ráðgáta. 

Khalil Bey missti allt sitt í fjárhættuspilum og almennu sukki og neyddist til því að selja erótíkina upp í skuldir. Verkið flakkaði á milli eigenda næstu árin og áttir þeir allir það sameiginlegt að flíka því ekki heldur fela það gestum. Árið 1910 var það keypt af ungverskum safnara, Hatvany að nafni, sem tók það með sér til Búdapest. Í lok seinni heimsstyrjaldarinnar rændu sovéskir hermenn verkinu en Hatvany tókst að múta hermönnum með hárri fjárhæð til að skila því. Hatvany var svo sagt að yfirgefa Ungverjaland hið snarasta eða verða skotinn. Hann grátbað um að fá að taka eitt af listaverkum sínum með sér og var á það fallist. Hannn tók með sér Upphaf heimsins og fór til Parísar. 

Árið 1955 var verið selt til þekkts sálfræðings, Jacques Lacan, sem kom verkinu fyrir á sveitasetri sínu, langt frá forvitnum augum. Verkið var í eigu Lacan alla hans tíð en hann féll frá 1981. Við látið bönkuðu franski skattheimtumenn á dyr og kröfðust greiðslu þar sem Lacan hafði skuldað háar fjárhæðir í opinber gjöld. Enga peninga var að finna í dánarbúinu og tóku því yfirvöld verkið yfir. Upphafi heimsins var komið fyrir í geymslu. 

Verkið kom fyrst fram fyrir sjónir almennings á sýningu á verkum málarans í New York árið 1988 en lítið fór fyrir sýningunni og fór verkið framhjá flestum. Þegar að skattauppgjöri dánarbúsins lauk loks árið 1995 settu frönsk yfirvöld verkið í hendur Musée d’Orsay listasafnsins. 

Sjálfsmynd af Courbet.

En deilunum um verkið var langt því frá að vera lokið og þegar að út kom bók í Frakklandi árið 1994 ,sem skartaði myndinni, var hún fjarlægð úr bókabúðum af lögreglu. 

Deilt var um hvort þorandi væri að setja hina hneykslanlegu mynd fram fyrir sjónir almennings en safnið ákvað loks að láta vaða árið 1995. Fjöldi safngesta rauk upp úr öllu valdi og enn þann dag í dag rjúka út plaköt og póstkort af verkinu úr minjagripaverslun Musée d’Orsay. 

Enn er deilt um málverkið og þeir eru til sem segja það ekkert erindi eiga til almennings sökum dónaskapar.  

En þeir eru til sem telja aðra ástæðu fyrir að ekki skuli flagga verkinu, um lík af konu sé að ræða. 

Við munum aldrei vita hver ofangreindra kenninga er rétt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn