fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Kom upp um J.Lo – „Ég er sjaldan í sjokki en þetta er eitthvað annað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 8. júní 2022 13:29

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.

Oft er mikill munur á myndum, stjörnurnar eiga það til að breyta áferðinni á húðinni sinni, minnka mittið, handleggi og svo framvegis.

Það er óhætt að segja að stjórnandi síðunnar hafi séð hina ótrúlegustu hluti en nýjasta mynd J Lo virðist hafa slegið öll met.

„Ég held að ég sé búin að finna það ruglaðasta sem stjarna hefur gert í photoshop. Ég er sjaldan í sjokki yfir svona löguðu en þessi mynd er eitthvað annað,“ segir stjórnandinn.

Fyrri myndin er af Jennifer Lopez á rauða dregli MTV verðlaunahátíðarinnar á sunnudaginn. Seinni myndin er myndin sem söngkonan birti sjálf í Story á Instagram.

„Hverju var breytt? Áferðinni á húðinni hennar, augunum, augabrúnunum, nefinu, vörunum, svipbrigði, mjöðmunum og fleiru.“

Hér að neðan má sjá fleiri færslur frá Problematic Fame en síðan tekur það skýrt fram að færslurnar séu ekki árás á stjörnurnar heldur til að sýna hversu óraunhæfir fegurðarstaðlar samfélagsins eru og að stjörnurnar sjálfar, sem gjarnan setja staðalinn, geta ekki einu sinni staðist hann.

Í færslunni hér að neðan má sjá „raunverulega“ húðáferð stjarnanna, ekki þessa sléttu sem við sjáum á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Problematic Fame fer einnig yfir útlit stjarnanna þá og nú.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by PROBLEMATIC FAME (@problematicfame)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Í gær

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju

Þetta eru sigurvegarar Golden Globes – Íslendingar fengu sérstaka kveðju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti

Vinsælasti dagurinn fyrir Íslendinga í leit að ástinni er í dag – „Sturlað“ að gera á stefnumótaforriti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“

Heilsumarkþjálfinn Erla nefnir dæmi um vörur sem hún segir markaðssettar sem heilsuvörur – „Sem eru það ekki, heldur gjörunnin matvæli“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það