Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi lagsins „Eyjanótt“ sem kom út á öllum helstu streymisveitum í dag.
„Eyjanótt”, þjóðhátíðarlagið 2022 sem ég fékk þann heiður að semja og flytja er nú komið út alls staðar sem þið hlustið á tónlist. Ég samdi lagið ásamt minni bestu konu, uppáhalds meðhöfundi og samstarfskonu til næstum 20 ára – Ölmu Guðmundsdóttur. Vinur minn og annar uppáhalds James Gladius Wong sá um upptökustjorn og útsetningu. Love you both.
Ég vona að þið hlustið, njótið og syngið svo hástöfum með mér í brekkunni í Eyjum í lok júlí þegar við komum loksins öll saman aftur á Þjóðhátið í fyrsta skipti í tvö ár,“ skrifaði Klara á Instagram í tilefni útgáfunnar.
Hlustaðu á lagið hér að neðan.