fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Myrkt og siðspillt líf trúarleiðtogans afhjúpað

Rafn Ágúst Ragnarsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 20:00

Mynd/Briell Decker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myrkt og siðspillt líf barnaníðings og leiðtoga sértrúarsöfnuðar Warren Jeffs mun líta dagsins ljós í nýrri heimilidarmynd sem kemur úr smiðju Netflix.

Sjálfskipaði spámaður bókstafstrúa systurkirkju Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem Mormónakirkjan, öðlaðist frægð á 10. áratugnum þegar kom í ljós að hann geymdi 500 börn á býli og giftist fleiri en einni 12 ára stelpu.

Bókstafstrúa mormónakirkjan, eða FLDS, er öfgahyggjuafsprengi meginstraums mormónisma og henni aðhyllast meira en 10 þúsund manns sem telja Warren vera fulltrúa Guðs á jörðu.

78 eiginkonur og einungis 54 þeirra voru yfir 17 ára aldri

Warren tók við stýrinu þegar faðir hans sem rak söfnuðinn í 15 ár andaðist. Hann afplánar nú lífstíðardóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Undir ógnarvaldi hans réði kirkjan yfir söfnuðinum harðneskjulega og misnotaði hann.

Feður sem gáfu Warren ungar dætur sínar var veitt umbun í formi ungra brúða fyrir þá sjálfa. Stelpur sem hikuðu við það að stunda kynlíf með Warren voru reknar burt.

Warren sjálfur var vanur að giftast ungum stelpum, sem voru allt niður í 12 ára gamlar, og taka þær með sér ásamt fylgjendum sínum til byrgis þar sem hann ól þær upp með ströngum reglum.

Hann átti 78 eiginkonur og einungis 54 þeirra voru yfir 17 ára aldri.

Þegar sögur af glæpum hans fóru að dreifast var hann settur á lista yfir eftirlýstustu menn bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem leiddi til handtöku hans árið 2006. Ári síðar kom lögreglan að býli hans og fjarlægði næstum því 500 börn.

Hann réði því hvernig litum á umheiminn

Wendell Jeffson ólst upp á bókstafstrúabýli Warren í Texas ásamt næstum 50 systkinum sínum og hann hefur tjáð sig um „ófreskjulega og ráðsama“ föður sinn.

Hann sagði Insider að „það væri engin tónlist, ekkert internet, ekkert sjónvarp, engar kvikmyndir, ekkert af því tagi. Hann bjó til umhverfi þar sem við urðum bara fyrir hans áhrifum. Hann réði því hvernig við litum á umheiminn í öllum atriðum. Ég ólst upp við mæður sem voru 15 ára. Hann var að giftast 12 ára börnum og mér var sagt að þær væru mamma mín, þær voru ekki mikið eldri en ég.“

Wendell sagði að börn innan söfnuðarins voru vakin klukkan 5 um morgun til að hjálpa við að undirbúa morgunmat og þrífa áður en þau fóru að vinna. Hann sagði Fox News einnig að: „Þeim var stranglega kennt að svart fólk væri mjög illt.“

Það eru enn þúsundir meðlima kirkjunnar og margir þeirra búa á býlum sem líkjast því sem Warren stjórnaði. Konum er gert að klæðast kjólum og hárgreiðslum frá 19. öldinni og að þjóna karlkyns meðlimum kirkjunnar. Á meðan eru karlmenn hvattir til að taka að minnsta kosti þrjár eiginkonur. Nauðgun og kynferðisbrot gagnvart börnum eru algeng innan kirkjunnar, segja sérfræðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife