Í dag gaf samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Jóhann út myndband á YouTube þar sem sjá má hann sjálfan og fleiri samfélagsmiðlastjörnur lesa upp ljótar athugasemdir sem skrifað var við efni frá þeim. Um er að ræða fyrstu 12 mínúturnar í lengra myndbandi sem birtist í heild sinni á íslensku streymisveitunni Uppkast.
„Mean Comments the Movie“ nefnist myndbandið og í því má sjá samfélagsmiðlastjörnur á borð við Vilhelm Neto, Emblu Wigum og Arnar Gauta Arnarson, sem er betur þekktur sem Lil Curly. Flestar samfélagsmiðlarstjörnurnar í myndbandinu eiga það sameiginlegt að vera nokkuð vinsælar á samfélagsmiðlinum TikTok.
Á TikTok hefur það tíðkast mikið að fólk skrifi ljótar og hatursfullar athugasemdir og kristallast það í myndbandinu sem um ræðir. Flestar athugasemdirnar koma þaðan og eru oftar en ekki afar andstyggilegar. „Ég fékk heilakrabbamein stage 4 á að horfa á þetta,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni sem lesin er upp í myndbandinu.
„Þetta er ofbeldi fyrir augun,“ segir í annarri athugasemd. „Skallaðirðu vegg eða eitthvað? Af hverju er andlitið þitt svona skakkt,“ segir í svo í annarri athugasemd. „Sá þig þarna vildi skjóta mig,“ segir svo í enn annarri athugasemd.
Fyrstu 12 mínútur myndbandsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en myndbandið í heild sinni má nálgast á Uppkast.is.