Hollywood-leikarinn Rainn Wilson er staddur á Íslandi og nýtur náttúru landsins í botn. Wilson er mikill Íslandsvinur og hefur oft gert sér ferð hingað til lands við leik og störf. Meðal annars fór hann með lítið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann fyrir nokkrum árum auk þess sem hann hefur tekið upp sjónvarsþætti um loftlagsvánna hérlendis sem og haldið fyrirlestur um trú sína en Wilson er Bahá’í trúar.
Í myndbandinu sem Wilson birti á Twitter greinir hann nokkuð alvarlegur frá því að landslag og náttúru Íslands sé nú ekki upp á marga fiska. „Þetta er bara grjót og mosi,“ segir hann. Á meðan snýr hann myndavélinni nokkrum sinnum og meðal annars blasir við stórkostleg útsýni yfir Glym. Af samhengingu er augljóst að Hollywood-stjarnan er að grínast sem fylgjendur hans kunna vel að meta.
Wilson öðlast heimsfrægð með hlutverki sínu sem Dwight Shrews í sjónvarpsþáttunum The Office og nýtur eflaust enn ávaxtanna af velgengni þeirra.
#Iceland #RocksAndMoss #ItsOk pic.twitter.com/8bO6NxMoeG
— RainnWilson (@rainnwilson) June 1, 2022