fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Eign dagsins – Hlýr og bjartur gullmoli í Kópavogi með langa sögu

Fókus
Fimmtudaginn 2. júní 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má með sanni að það sé bæði hlýlegt og bjart í eign dagsins í dag, en um er að ræða íbúð á Hlíðarvegi í Kópavogi í húsi sem á sér langa sögu og líklega stað í hjarta margra sem ólust upp í nágrenninu.

Þar var í fjölda ára, á hæðinni fyrir neðan, rekinn verslunin Hvammsval. Líklega ófáir sem lögðu leið sína þangað til að kaupa mjólkurfernu fyrir foreldrana með brakandi 100 krónu seðli og ef heppnin var með manni var hægt að velja sér bland í poka fyrir afganginn. Þetta var fyrir tíma opnu nammibaranna í verslununum svo sælgætinu var stillt upp fyrir aftan glerskilrúm, í litlum kössum og sá afgreiðslumanneskjan um að koma þeim í litla græna nammipoka.

Fyrir þá sem muna enn lengra aftur var þarna fyrir ennþá lengra síðan að finna útibú frá kjörbúðinni KRON sem opnaði á sjötta áratug síðustu aldar.

Nú hefur húsið fengið yfirhalningu og er jarðhæðin nú skipulögð sem íbúðarhúsnæði en ekki atvinnuhúsnæði.

En aftur að eign dagsins. Íbúðin er skráð 130,4 fermetrar og þar af er bílskúr sem er 34,7 fermetrar. Þar má finna þrjú svefnherbergi, opið rými með stofu, borstofu og eldhúsi og svo er þvottahús á hæðinni sem er sameiginlegt með einni annari íbúð. Eins eru stórar sameiginlegar svalir á hæðinni. Ásett verð er 78,8 milljónir.

Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá KALEO

Nýtt lag frá KALEO
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega

Kristbjörg með öflug skilaboð og sýnir sig alveg náttúrulega