fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Stúlkan með tvö höfuð – Samvöxnu systurnar sem var fórnað á altari vísindanna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 24. maí 2022 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Masha and Dasha Krivoshlyapova ólust upp innan steinveggja, pyntaðar og einangraðar á tilraunastofum í Sovétríkjum Stalíns. Ástæðan fyrir áhuga yfirvalda á systrunum kom til vegna þess að þær voru samvaxnir tvíburar.

Masha og Dasha voru ,,stúlkan með tvö höfuð”

Móðir þeirra, Yekaterina Krivoshlyapova, hafði ekki hugmynd um að hún ætti von á tvíburum og eftir að hríðir höfðu staðið í tvo langa daga og tvær langar nætur fæddi hún loksins í byrjun janúar 1950. Hún fékk aftur á móti ekki að sjá tvíburana en var sagt að þeir væru vanskapningar sem þyrftu að vera í stöðugri umsjón hins opinbera.

Yekaterina samþykkti það með tregðu en með þeim skilmálum að hún fengi fullan heimsóknarétt.

Aftur á móti var mun vinalegri hjúkrunarfræðingur á næturvakt sem bauð henni til að sjá börnin og varð Yekaterina svo hrifin af dætrum sínum að hún harðneitaði að láta þær af hendi. Nokkrum dögum síðar var henni aftur á móti sagt að telpurnar hefðu fengið bráðalungnabólgu og látist. Yekaterina fór heim í þeirri trú að börn hennar væru dáin.

Stúlkurnar voru sendar á ríkisstofnun og fengu ekki að vita neitt um fjölskyldu sína, hvorki foreldra né systkini.

Hin fullkomnu tilraunadýr

Áhugi yfirvalda í Sovétinu á tvíburunum var aðallega komin til vegna þess að þær höfðu sama blóðrásarkerfi en aftur á móti sitt hvort taugakerfið. Það vakti stjórnlausa forvitni vísindamanna sem löngum höfðu reynt að finna leiðir til aðskilnaðar þessara kerfa í mannslíkamanum. Vísindamenn höfðu einnig áhuga á að kanna getur líkamans til að þola svefnskort, hungur og miklar hitabreytingar.

Var litið á systurnar sem hin fullkomnu tilraunadýr.

Masha og Dasha þurftu að þola ólýsanlegar kvalir undir eftirliti vísindamanna. Þær voru sprautaðar með alls konar efnum, til dæmis var önnur sprautuð með geislavirkum efnum til að sjá áhrifin sem það hefði á hina. Einnig var öðrum tvíburanum pakkaði í ís til að kanna hvernig hin systirin stjórnaði eigin hitastigi. Þær voru brenndar og þeim gefin ítrekuð raflost, tekið úr þeim blóð þrisvar á dag og pumpaður upp úr þeim matur og dælt í þær aftur til að kanna meltingarkerfi þeirra.

Einnig þurftu þær að þola andlegar pyntingar og voru hafðar í glerbúri í miðri rannsóknarstofum svo unnt væri að fylgjast með þeim allan sólarhringinn.

Eftir sex ár var þeim þó kennt að ganga og þeim gefin undirstöðumenntun í lest og skrift.

Hamingjuárin

Árið 1964 fóru að leka út fréttir um samvöxnu tvíburanna og var brugðið á það ráð að senda þær í heimavistarskóla fyrir fötluð börn sem var eins nálægt fagstofnun og komist var í ríki sem afneitaði því að fötlun væri yfirleitt til staðar í alþýðuparadísinni.

Vísindamönnunum var nokk sama að sjá á eftir þeim enda datt þeim ekki fleira í hug til að láta systurnar ganga í gegnum.

Þar dvöldu þær í fjögur ár og var það hamingjusamasti tími lífs þeirra, að eigin sögn. Þær þróuðu með sér gjörólíka persónuleika á skólaárunum. Báðar höfðu mótast af áralöngum pyntingum sem varð til þess að Dasha var þögul, róleg og viðkvæm en Masha aftur á móti kaldlynd, hávær og frek. Dasha var miður sín yfir fötlun þeirra og kaus að halda sig til hlés en Möshu var sama og öskraði fúkyrðum að fólki þegar það horfði á þær systur. Masha hafði algjöra stjórn yfir systur sinni og beitti hana ekki aðeins andlegu ofbeldi heldur barði hún hana líka.

Dasha var ákaflega rómantísk og varð ástfangin af pilti í skólanum, Slava að nafni.  Masha var aftur á móti hrifnari af kvenfólki, krafðist þess að þær klipptu hár sitt stutt, gengu í karlmannsfötum og bannaði alfarið notkun snyrtivara. Masha var óhrædd við að ganga upp að konum og biðja þær um koss en var mjög á móti sambandi Döshu við Slava. Hún vildi ekki deila ást Döshu með neinum. Barði hún til dæmis alltaf Slava þegar hann reyndi að nálgast Döshu. Dasha reyndi ýmislegt til að fá að vera með elskunni sinni, meðal annars að þamba vodka í þeirri von um að Masha lognaðist út af en án árangurs.

Svo fór að Masha bannaði Döshu alfarið að hitta Slava og varð það til þess að Dasha reyndi að kyrkja sig.

Frelsi?

Árið 1985 fundu þær móður sína sem gladdist mjög yfir að vita að dætur hennar væru á lífi. Þær héldu sambandi við hana í fjögur ár þar til Masha batt enda á það, Döshu til mikillar sorgar.  En þrátt fyrir yfirgang Möshu elskaði Dasha systur sína og virti hana fyrir að hafa þann styrk til að bera sem Döshu skorti.

Stúlkunum var þvælt á milli geðsjúkrahúsa þar til tilslakanir innan Sovétríkjanna gerðu þeim kleift að koma fram í sjónvarpi og kalla eftir að vera sleppt. Þeim var þá komið fyrir á niðurníddri stofnun fyrir aldraða hermenn, 38 ára gömlum. Þar bjuggu þær í herbergi með einu rúmi, einu borði, skáp og steyptu klósetti. Hælið var líkara fangelsi, umlukt gaddavírsgirðingu og vörðum, en þar bjuggu þær næstu fjórtán árin og unnu sér inn smáræðis vasapeninga með saumaskap. Með aurunum fyrir saumaskapinn, auk peninga sem góðviljaðir sendu þeim, gátu þær keypt sér sjónvarp kasettutæki og jafnvel Atari leikjatölvu.

Svo og áfengi. Báðar urðu þær háðar áfengi á skólaárunum, jafnvel þótt að Masha gæti ekki drukkið áfengi vegna kokviðbragða. En þar sem þær höfðu sömu blóðrás skipti þær ekki máli, Dasha drakk fyrir þær báðar.

Vinátta að vestan

Árið 1988 kynntust þær blaðamanninum Julie Butler. Hún var fyrsta manneskjan utan Sovétríkjanna sem þær höfðu hitt og tókst með þeim ævilöng vinátta. Þær trúðu Julie fyrir sínum innstu leyndarmálum, meðal annars sagði Dasha henni hversu mjög hana langaði að upplifa kynlíf og Masha trúði henni fyrir því hatri sínum á heiminum sem ,,rannsóknirnar” hefðu valdið.

Það var í gegnum Julie sem breskur skurðlæknir hafði samband og bauðst til að kanna hvort unnt væri að skilja þær að en þrátt fyrir að Dasha hefði áhuga neitaði Masha alfarið að hitta lækninn.

Svo fór að aldrei var gerð tilraun til að skilja systurnar í sundur.

Endalokin

Tvíburarnir gáfu Butler leyfi til að skrá ævisögu sína með þeim fyrirvara að hún yrði aldrei gefin út í Rússlandi né þýdd á rússnesku. Dasha áleit það útilokað fyrir venjulega Rússa að skilja þjáningar þeirra og Masha þverneitaði að opna sig fyrir þjóð sem hún sagði snúa bakinu við fötluðum og hafa svikið sig um eðlilegt líf.

Bókin kom út árið 2000 en þó ekki eftir að Masha hafði margbreytt handritinu. Julie Butler stóð við orð sín og hefur bókin aldrei verið gefin út á rússnesku. Bókin varð metsölubók en breytti þó ekki lífi systranna að ráði. Þær keyptu sér tölvur og fatnað en settu næstum allan hagnaðinn í öryggishólf.

Síðustu fimm ár ævi þeirra var samband þeirra systra nánara. Masha hætti að beita systur sína ofbeldi og að sögn Julie fundu þær nýja nánd og frið hvor með annarri.  Þær sögðust þó aldrei hafa upplifað neitt sem kalla mætti hamingju.

Masha fékk hjartaáfall í mars árið 2003 og voru þær þá 53 ára gamlar og elstu samvöxnu tvíburar í heimi. Enginn á hælinu kallaði til sjúkrabíl og það liðu sautján klukkutímar þar til Masha dó. Döshu var sagt að systir sín svæfi og var það síðasta lygin sem Dasha heyrði, öðrum sautján klukkutímum áður en hún fylgdi systur sinni í dauðann.

Talið er hugsanlegt að Masha hafi látist af völdum efna sem hún tók í örvæntingarfullri leit til að ná stjórn á áfengisfíkn þeirra systra.

Forstöðumaður hælisins sem Dasha og Masha Krivoshlyapova bjuggu á lét sig hverfa eftir andlát þeirra en var síðan ráðin af Pútín til forystustarfa á sviði heilbrigðismála.

Þegar að öryggishólf systranna var opnað að þeim látnum var allur hagnaðurinn af bók þeirra horfinn og veit enginn enn þann dag í dag hvað um hann varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar

Verðlaunablaðamaður selur einbýli í grónu hverfi Garðabæjar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir