Nancy er 40 ára í dag og hefur tekið örin í sátt. Hún segir sögu sína í þættinum „Shake My Beauty“ frá vefmiðlinum Truly.
Nancy kynntist fyrrverandi kærasta sínum þegar hún var táningur og byrjuðu þau saman þegar hún var um 16-17 ára. Þau hættu mörgum sinnum saman, og byrjuðu saman aftur, en þegar þau hættu saman í síðasta skipti segir Nancy hann hafa vitað að það yrði síðasta skiptið, þar sem hún var hrifin af öðrum manni.
„Síðan samþykkti ég að hitta hann í kvöldmat, því ég hugsaði: „Einn kvöldmatur í viðbót og svo þarf ég ekki að hitta hann aftur.“ Ég kom heim um miðnætti, við föðmuðumst í bílnum og svo sagði hann við mig: „Sjáumst í næsta lífi.“ Og ég skildi ekki hvað hann átti við,“ segir hún.
„Næsta sem ég vissi var að ég vaknaði alelda, en ég hélt þetta væri draumur. Mamma […] sagðist hafa séð hann hlaupa framhjá glugganum.“
35 prósent af líkama hennar var þakinn brunasárum.
„Það koma augnablik þar sem ég hugsa: „Af hverju ég? Mun ég komast í gegnum þetta.“ Þá hugsa ég til augnabliksins þegar ég var að horfa á fréttir, og þulurinn sagði eitt sem hefur síðan þá alltaf fylgt mér, hann sagði: „Af hverju gerast vondir hlutir fyrir gott fólk? Því það getur ráðið við það.““
Nancy segir að hún hélt sig heima fyrstu níu mánuðina eftir árásina, en með aðstoð fjölskyldu og vinkvenna byrjaði hún að fara út meðal almennings hægt og rólega.
„Hann vill að ég lifi ömurlegu lífi, en besta hefndin er að lifa mínu besta lífi,“ segir hún.
Horfðu á hetjulega frásögn Nancy í spilaranum hér að neðan.