Brynhildur hefur getið sér gott orð sem fjölmiðlakona í tvo áratugi. Hún er meðhöfundur fræðslustuttmyndarinnar Fáðu já (2013) og leikstýrði stuttmyndunum Stattu með þér (2014) og Myndin af mér (2018), en allar þrjár myndirnar vöktu mikla athygli og eru ætlaðar til fræðslu barna og unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi. Hún er stofnfélagi í feminíska vefritinu Knúz og hefur verið virk á margvíslegum vígstöðvum í þágu kvenréttinda og gegn kynferðisofbeldi.
Eva Dís er baráttukona og leiðbeinandi hjá Stígamótum. Hún er þolandi vændis og hefur, síðan árið 2016, talað opinskátt um reynslu sína af því og afleiðingarnar sem glímdi við í kjölfarið.
Í næstu viku kemur út bókin Venjulegar konur – Vændi á Íslandi sem Brynhildur skrifaði í samvinnu við Evu Dís. Í bókinni er rætt við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi og fagfólk sem vinnur með þolendum vændis.
Eins og áður segir er Rauða Regnhlífin hagsmunasamtök sem berjast fyrir öryggi og réttindum fólks í kynlífsvinnu á Íslandi. Þau styðja skaðaminnkun og vilja binda enda á fordóma gegn fólki sem selur aðgang að líkama sínum.
Samtökin gagnrýna Eigin Konur og staðhæfingar Brynhildar og Evu Dísar í þættinum.
„Eva Dís og Brynhildur segjast vilja sýna að vændi jafnvel þótt það sé óþvingað, geti haft miklar og slæmar afleiðingar […] „Við verðum að berjast gegn því að normalisera vændi, af því að það er bara ekkert normal við vændi,“ segir Brynhildur og bætir við að 90 prósent þeirra sem hafa verið í vændi upplifi það sem ofbeldi,“
kemur meðal annars fram í færslu Eigin Kvenna á Instagram, þar sem Rauða Regnhlífin svarar:
„Þær ættu að kynna sér réttindabaráttu kynlífsverkafólks. Við viljum útrýma ofbeldi í iðnaði okkar og fá vinnuréttindi því við erum vinnandi fólk sem á ekki að upplifa ofbeldi í vinnunni. Ég skrifa þetta sem manneskja sem vann í sjálfsbjargar kynlífsvinnu sem er algengasta tegund kynlífsvinnu. Ekki einhverskonar „hamingjusama hóran“ bull. Við erum fjölbreyttir einstaklingar sem vilja réttindi og mýtur og skoðanir settar fram sem staðreyndir breyta því ekki.“
View this post on Instagram
Við myndbandsklippu, sem má horfa á hér að ofan, segir Brynhildur að vændi sé ekki kynlíf.
„Vændi er ekki kynlíf, og þess vegna er orð eins og kynlífssala og kynlífsvinna, það bara gengur ekki upp í raun og veru sem hugtök. Því þetta er ekki kynlíf, ef við skilgreinum kynlíf sem eitthvað sem tveir einstaklingar njóta saman af virðingu og væntumþykju. Og ef það er ekki kynlíf, hvað er það þá,“ segir Brynhildur.
Rauða regnhlífin var ekki sammála þessari staðhæfingu og sagði að vændi væri víst kynlíf.
„Þetta er víst kynlíf. Þessi kona fær ekki að alhæfa um upplifanir þúsundir manns um allan heim og á Íslandi sem selja kynlífsþjónustu með hennar móralísku skoðunum um hvað kynlíf ætti að vera. Svona ógeð grefur undan réttindum okkar og reynir að stöðva baráttu okkar fyrir virðingu og mannsæmandi lífi. Einnig er þetta heavy stigmatising og segir samfélaginu okkar að það eigi ekki að hlusta á kynlífsverkafólk af því einhver annar veit alltaf betur en við um okkar upplifanir og okkar heim. Kynlífsverkafólk er til og við eigum skilið virðingu og upplyftingu eins og aðrir jaðarsettir hópar. Við erum mjög vonsvikin að heyra þetta. Kynlífsverkafólk er ekki up for debate. Þetta er brutally óábyrgt. Þessar skoðanir hafa ríkið hér í yfir 20 ár og um leið og við byrjum að tjá okkur um okkar upplifanir loksins, kemur strax valdamikið fólk og reynir að þagga í okkur.“
Edda Falak, stjórnandi þáttarins, hefur ekki svarað gagnrýninni en endurbirti Instagram Story sem Rauða Regnhlífin merkti hana í.
Renata Sara Arnórsdóttir, meðlimur í Rauðu Regnhlífinni, deildi upphaflega skjáskotinu hér að ofan og merkti Eddu. Hún var í viðtali hjá DV í desember í fyrra þar sem hún ræddi um réttindi kynlífsverkafólks, starf sitt sem strippari í Berlín, flutningana til Íslands og reynslu sína af OnlyFans.
Hún fór meðal annars yfir það sem hún telur ábótavant í íslenskum lögum þegar kemur að kynlífsvinnu og -verkafólki. Hún sagðist fyrst og fremst vilja sjá afglæpavæðingu á kaupum og sölu allrar kynlífsþjónustu. Næsta skref væri síðan að setja lög sem tryggja öryggi kynlífsverkafólks.