Ég er furðuverk söng Ruth Reginalds á sínum tíma og það var satt hjá henni, mannslíkaminn er furðulegt dásemdarverk sem aldrei hættir að koma mannkyninu á óvart. Líkamsstarfsemi okkar má oft á tíðum skoða út frá tölfræði og hér má sjá nokkrar skemmtilegar tölur um skrokkinn á okkur sem sumar koma ef til vill fólki á óvart.
- Við blikkum 20 sinnum á mínútu. Það er rúmlega tíu milljón sinnum á ári.
- Eyrun hætta aldrei að stækka.
- Eyrnamergur er ein tegund svita
- Tunga okkar er með 8000 bragðkirtla og er hver þeirra með um 100 frumur til að við finnum bragð.
- Við framleiðum 40 þúsund lítra af hráka um ævina sem nemur fimm hundruð baðkörum.
- Meðalnefið framleiðir um einn bolla af slími á dag.
- Við erum um það bil 1 sm stærri á morgnana en á kvöldin. Það er vegna þess að brjóskið milli beinanna flest út yfir daginn.
- Ef að meðalmaðurinn myndi ganga stanslaust í 12 tíma á dag tæki það 690 daga að ganga í kringum hnöttin
- Eini vöðvinn sem aldrei hvílist er hjartað.
- Allt yfirborðslag húðarinnar endurnýjar sig mánaðarlega.
- Líkaminn er með 2,5 milljón svitahola.
- Líkamin losar sig við 30 þúsund dauðar á hverju degi.
- Á sjötugsafmælinu hefur hjartað slegið um 2,5 milljarða sinnum.
- Meðalmaðurinn situr á dollunni í um það bil eitt ár séu allar klósettferðir yfir ævina teknar saman.
- Hver einstaklingur rekur nóg við á einu degi til að fylla eina meðalstóra blöðru.
- Samanlagt pissum við sem samsvarar einu fullu baðkari á mánuð.