fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
FókusViðtalið

Wild Love hátíðin er risavöxtur í sjálfsást – ,,Að snerta aðra manneskju getur verið svo æðislegt“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 8. maí 2022 09:00

Matilda Gregersdóttir og Linda Mjöll Stefánsdóttir Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við þurfum að leyfa lífsorkunni að vera lifandi og í flæði og því ætlum við að halda upp á hana í þrjá daga,” segir Matilda Gregersdotter markþjálfi og einn af skipuleggjendum Wild Love Festival Iceland. Hátíðin verður haldin á Hótel Laugum Sælingsdal síðustu helgina í ágúst, 25.-28. ágúst. 

Matilda og Linda Mjöll Stefánsdóttir, leikmyndahönnuður, settust niður með DV til að útskýra fyrir þeim sem ekki þekkja hvað felist í Wild Love hugmyndafræðinni og við hverju má búast á hátíðinni. Um er að ræða þriðju Wild Love hátíðina sem haldin er hér á landi.

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

Megum ekki loka á allt neðan mittis

Þær segja langt því frá að Wild Love sé aðeins í gangi á Íslandi, upphafsmaður fræðanna sé Nýsjálendingur að nafni Bruce Lyon og sé Wild Love um allan heim. Þær eru sammála um að hugtakinu sé einna best lýst sem orkuflæði, ,Mannkynið er stöðugt í umbreytingu og við þurfum að læra meira og betur inn á okkur sjálf og þá miklu orku sem búum yfir. Hún er kölluð lífsorka eða kynorka og í stað þess að loka á allt neðan mittis þurfum við að leyfa lífsorkunni að vera lifandi. Við ætlum að halda upp á hana þessa þrjá daga á  hátíðinni.”

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

Þegar leitað er að orðinu til að lýsa þeim Matildu og Lindu sem viðmælendum kemur orðið jafnvægi helst í huga. Við sitjum inni í geldu fundarherbergi, sem gæti allt eins verið í tryggingafyrirtæki, og virðast Matilda og Linda í fyrstu alls ekki passa inn í rýmið, það er eins og frekar hefði eðlilegt hefði verið að taka viðtalið meðal náttúruaflanna.

Þær eru reyndar eins og náttúruöfl, fullar af orku en á sama tíma í einstöku jafnvægi.

Báðar eru þær samt sem áður skilgetin afkvæmi samtímans, sannar 21. aldar konur sem hafa fundið leið til vellíðunar með því að ná tengingu við sjálfa sig og aðra. Og þær eru meira en viljugar til að deila þeirri þekkingu ásamt hópi fólks víða að úr heiminum.

Eitthvað laskað og brotið

Linda er fædd austur á fjörðum en flutti 11 ára til London þar sem hún bjó í aldarfjórðung. ,,Ég fann strax um tvítugt að ég þyrfti að finna leið til að tjá mig og var í listnámi og byrjaði á hugleiðslu og fann að hún var að virkja mig í sköpun. Ég kom síðan til Íslands sem menntaður leikmyndahönnuður, full af sköpunarorku, en fann kreppu í kynorkunni minni, hún var holluð niður. Ég var ekki fullkomlega til staðar í mínum skynfærum og minni tjáningu og  þykist vita að ég sé ekki ein í því hafa verið að missa af þessum krafti til að vera skapari í eigin lífi.

Matilda Gregersdóttir og Linda Mjöll Stefánsdóttir
Mynd/Valli

Linda fann að vogarskálarnar voru ekki í lagi, hún var hreinlega ekki á sömu bylgjulengd í svefnherberginu og í annarri sköpun. ,,Af hverju hafði ég ekki sama kraft þar? Sama hugrekki og ró og í leikmyndagerðinni? Af hverju fann ég fyrir kvíða og skömm og jafnvel hræðslu? Ég var orðin heilari og búin að læra öndunartækni en það var eitthvað laskað og brotið, það hafði eitthvað farist á mis í mínu orkuflæði.  Ég sá að eitthvað þurfti að gera því mín andlega vegferð náði bara frá mitti og upp úr í stað þess að ég ynni í rótinni. Ég ætlaði bara að fara yfirborðskennt í kynferðispartinn en það er ekki hægt þegar maður er byrjaður og mér var kippt inn í þetta.”

Hún segir að enskan orði þetta vel, að vera ,,turned on”. ,,Fólk skilur það alltaf sem eitthvað kynferðislegt. En ég vil aftur á móti kveikja í sjálfri mér til að vera meira viðstödd í eigin lífi.”

Linda segist hafa verið að nálgast fimmtugt þegar hún náði þessu einstaka sambandi við sjálfa sig. ,,Þetta var ekki spurning um unað í upphafi heldur um að losa bældar tilfinningar og sjá hvað þyrfti að fæðast.”

Og eftir því sem líður á spjallið verður markmið hátíðarinnar skýrari fyrir blaðamanni. Að virkja sína frumorku í umhverfi og rými sem sé öruggt og hlýtt og skapi dýpt.

Þær segja af og frá að fólk þurfi að vera inni í Wild Love fræðunum til að mæta á hátiðina. ,,Þetta eru eins og æfingabúðir, fullar af hjartans mætti. Til að læra og upplifa, snerta og njóta í núinu í umhverfi fullu af tónlist og gleði. Og  fara þaðan vonandi pínkulítið meira vakandi en áður.“

Tantra er meira en kynlíf

Í framhaldi berst talið að kynlífi enda vilja orð á við kynorka og Wild Love kalla upp ákveðnar hugmyndir. ,,Í fyrra kölluðum við þetta tantra hátíð en við notum það ekki lengur því í huga fólks snýst tantra að stærstum hluta um kynlíf. Ég er enginn sérfræðingur í tantra, þótt ég þekki ákveðin part þess afar vel því þetta er svo risastórt svið, en kannski tíu prósent snýr að kynlífi en allt hitt er um lífið og orku, vitundina og líkamann. Með hugleiðslu, dans og hreyfingu er unnt að ná þessu sérstaka sambandi við sjálfan sig,” segir Matilda.

Matilda og Linda leggja áherslu á nauðsyn þess að líða vel í eigin líkama og geta notið þess með öðrum, tengjast og snertast, enda sé tenging lífsnauðsynleg. Matilda segist elska líkamlega snertingu. ,,En hún þarf að vera meðvituð og við þurfum að vera falleg og góð við hvort annað. Það hefur ekkert með kynlíf að gera, bara það að snerta aðra manneskju með hendinni getur verið svo æðislegt og vakið líkamann.” Linda tekur undir það, húðin sé stærsta líffæri líkamans og það sé æðislegt að læra að þekkja hvernig best sé að vera snertur.

Ekki mök á vinnustofunum

Á vefsíðu hátíðarinnar kemur fram að fólk hafi möguleika að vera nakið að hluta í sumum vinnustofum. ,,Við erum ekki að bjóða upp á að einn eða neinn sé að eiga mök í okkar vinnustofum. Það eru svo margar upplifanir á hátíðinni sem eru mun meira upplýsandi og fræðandi heldur en að stunda kynlíf. Nokkra mínútna nekt er auðvitað partur en bara smá partur og hvað hvað gerist inn á þínu herbergi eða á  tjaldsvæðinu þegar okkar umsjón sleppir er þitt. Bara vonandi frábært eftir dásamlegan dag í nánd við sjálfan þig og maka þinn!  En það gerist ekki innan ramma hins örugga umhverfis hátíðarinnar.”

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

Sjálf segist Linda viðurkenna að enn sé hún spéhrædd enda hafi hún ekki alist upp við nekt og fundist hún framandi og jafnvel ógnvekjandi.

,,Það var áskorun fyrir mig svo ég fór að vinna í að létta á og þá meina ég ekki að létta á fötum, heldur létta á hugarfari. Áður fannst mér allt svoleiðis jafnvel skammarlegt enda hefur þessu verið troðið í fólk i margar kynslóðir. En það er svo yndislegt að sjá mannveruna í sinni heild í sínu náttúrulega formi.” Linda segist smám saman farið að upplifa sig sem kynveru. Hún var heil í stað þess að böðlast í gallabuxunum á karlorkunni. ,,Ég fór að nálgast gyðjuna og kvenorkuna  í mér sem er nákvæmlega þessi léttleiki sem ég sá í Matildi. Ég nota karleðlið sem býr í mér en get líka verið gyðja, tekið á móti og notið þess að vera í mýkt og unaði. Og þegar maður byrjar er ekki aftur snúið – þroskinn, sköpunin og vellíðanin – hver myndi vilja fara til í baka? Í kreppu, sjálfheldu og skömm? Nei, aldeilis ekki,” segir Linda og hlær. ,,Ég er reyndar enn í þjálfun en Matilda er svo fær og lipur í að skilgreina og taka ákvarðanir. Það er nákvæmlega það sem gerir hana henni kleift að flæða eins og vatnið sjálft.” Linda Mjöll rekur andlegt samfélag og ferðaþjónustu, Sólsetrið í dag.

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

Hreinlega klikkað

En hvaðan kemur Matilda, hennar kraftur og hennar sýn? Hún en sænsk en  flutti ásamt íslenskum eiginmanni sínum til Íslands árið 1998. Hún rak í upphafi verslun með hönnunarvörur í Kringlunni en var tíu árum á undan hönnunarbylgjunni. Þaðan lá leiðin í stjórnun og starfsmannamál við Háskólann í Reykjavík en aldrei heyrði Matilda minnst á markþjálfun eins og hún þekkti í Svíþjóð. Hún segir það beittasta verkfærið við umbreytingar og nýtti það þegar hún hóf störf sem starfsþróunarstjóri hjá IKEA. Síðar stofnaði hún fyrirtækið Leiðtoga sem síðar varð að Evolvia sem Matilda rekur í dag og sinnir markþjálfun. ,,Markþjálfun er þjálfun í fallegri viðveru og losun um það sem býr innra með hverjum og einum. Líf mitt snýst um umbreytingar og þegar ég skildi að allt sem snýr að kynorku okkar getur stutt okkur í að breytast fór ég að að læra um það. Og það er nákvæmlega það sem Wild Love er, að losa um þessa frumorku og bæla hana ekki niður. “

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

,,Þess vegna komum við saman og horfumst í augu og njótum þessarar fallegu orku. Það er hreinlega klikkað og hjálpar manni að vaxa sem manneskju, fá sjálfsást og næringu.”

Kynlíf á hverjum degi

Matilda stundar kynlíf með eiginmanni sínum á hverjum degi og hefur gert það undanfarin fjórtán ár. Þau hafa verið gift frá 1994 og er það partur af þeirra venjulegu rútínu. Eiginmaður hennar sá grein um hjón sem stunduðu daglegt kynlíf og stakk upp á að þau myndu mætast á þennan fallega hátt. ,,Mér fannst þetta svolítið undarlegt en ákvað að prófa. Og við erum enn að!”

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

Aðspurð af hverju segir Matilda það einfaldlega vera gott. Og stundum betra en gott. ,,Þetta er auðvelt því orkan í líkamanum er til staðar og ég er með alltaf með kynorkuna virka. Það er eitthvað sem hægt er að þjálfa sig í og það er einmitt það sem ég hef gert. Og er að koma með brot af því á hátíðina.” Það er ekki hægt að spyrja um annað en hvort að kynlífið verði ekki að skyldu en Matilda segir það af og frá, aðeins sé um nánd og ást að ræða. ,,Við vöknum oft um fjögur eða fimmleytið á næturnar og stundum kynlíf. Svo sofnum við aftur og sofum þar til klukkan hringir.”

Matilda  gaf út bók um ferlið og heitir hún Daily Sex.

Eins og sumarbúðir

Það verður fjöldi leiðenda á hátíðinni, fólk sem er þjálfað í að halda rými og leiða vinnustofur á ábyrgan og öruggan hátt, ,,Þetta er fólk alls staðar að úr heiminum og að koma til dæmis úr jóga eða tónlist en hafa fært fagð sitt meira í þessa nánd við lífsorkuna,” útskýrir Matilda. Linda bætir við að fólkið sem komi að utan sé oft komið aðeins lengra en landinn og hjálpi því til. Þetta sé líka fólk sem hafi áhuga á Íslandi og sé að koma sem leiðarvísir. Þær segja kynjahlutföllin frekar jöfn og eru átttakendur er á öllum aldri, alveg frá 25 og upp í 65 ára.

,,Eða í raun bara hver sá sem hefur áhuga á því að þekkja sjálfan sig betur. Þetta er það sem ég elska. Þetta eru eins og sumarbúðir þar sem við gerum fullt af skemmtilegum hlutum saman.”

Frá fyrri hátið. Mynd/Aðsend

,,Við komum saman til að vera og róa okkur niður,” segir Linda. ,,Ég er vinnualki og viðurkenni það alveg að stór hluti sjálfsmyndar minnar hefur falist i því að gera og afkasta. Ég var fangi þess að vera í vinnunni og það þjáði mig. Svo hvers vegna ekki að gera sjálfsvinnuna að lífstíl?

Sjálfsöryggi og sjálfsást

Hún segir aldrei of seint að breyta til. ,,Í dag veit ég að ég geisla af sjálfsöryggi og sjálfsást og það er bara nokkuð stórt því það tryggir að það er engin lágtíðniorka að berast til mín og vilja taka eitthvað frá mér.” Matilda bætir við að það sjáist á fólki. ,,Það kemur útgeislun eftir svona hátíð. Það að tengjast hefur ekki bara með líkamann að gera. Það er til dæmis hægt að tengjast með að horfast í augu en margir eru prógrammaðir á að það megi ekki horfa í augu á öðrum og kunna það ekki. Hleypa ekki að sér. Ég kalla það að vera eins og broddgöltur.”

Matilda segir að hún hafi engar nákvæmar tölur en það séu hundruður Tantra hátíða og fjöldi Wild Love hátíða. ,,Það er ekkert eitt form, þau eru öll ólík, og við verðum með okkar íslensku útgáfu um hvernig við viljum hafa það hér. Í Búðardal er lítil heit laug og við verðum líka með vinnustofa ofan í sundlauginni. Við erum einnig að tengjast náttúrunni og við höfum verið með Kollu grasalækni sem fer með fólk í fjall að sýna þeim jurtir . Maturinn er að sjálfsögðu partur af þessu, hvernig við komum fram við okkar líkama, hvað við látum ofan í okkur og hver orkan er sem við erum að bjóða inn.”

Matilda Gregersdóttir og Linda Mjöll Stefánsdóttir
Mynd/Valli

Í fyrra komu um hundrað manns og vonast þær að í ár verði um 150 manns. Hátíðin er nú aðeins haldin í þriðja en Matilda segir margar hafa verið svo ánægða með fyrri hátiðir og með svo fallega upplifun að hana gruni að þeir komi aftur.

,,Ég vil setja nánd fram og bera á borð á fallegan, sterkan, vel upplýstan og tryggan máta. Þá verð ég hæstánægð,” segir Matilda og Linda tekur undir. ,,Viðvera og nánd eru bara dásamleg. Og ég lít á Wild Love hátíðina sem áttavita í þá átt.”

Allar nánari upplýsingar um hátíðna má fá á vefsíðu Wild Love og Facebook síðu hátíðarinnar. Sjá einnig viðburðinn hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Rétt í þessu

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“
433Sport
Rétt í þessu

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 36 mínútum

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR
Eyjan
Fyrir 59 mínútum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“
Fréttir
Rétt í þessu

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“
433Sport
Rétt í þessu

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 36 mínútum

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR
Eyjan
Fyrir 59 mínútum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“
Fréttir
Rétt í þessu

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“
433Sport
Rétt í þessu

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 36 mínútum

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR
Eyjan
Fyrir 59 mínútum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“
Fréttir
Rétt í þessu

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“
433Sport
Rétt í þessu

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma

Grátbiður þjófa um að hætta að brjótast inn á heimili sitt – Annað inbrotið á stuttum tíma
433Sport
Fyrir 36 mínútum

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR

KSÍ fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum vegna VAR
Eyjan
Fyrir 59 mínútum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar

Namibískir sjómenn krefja Samherja um fullar efndir samninga – Hafa þurft að koma börnum til ættingja vegna fátæktar
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki

Kristófer ráðinn til starfa hjá Fylki
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Framtíð Hareide var ekki rædd á síðasta stjórnarfundi KSÍ
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks

Breggst við rætnum kjaftasögum nú þegar hann er að mæta aftur til leiks
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir

Hitnar í kolunum: Mike Tyson sló Jake Paul utan undir
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“

Aðalsteinn bendir á að Gunnar Bergmann sé 46 ára fasteignasali – „Það var ekki neinn sem fór með falda myndavél í hádegishlé í M.R.“