fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Ástin í gröfinni – Hverjir voru Hasanlu elskendurnir?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 8. maí 2022 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hasanlu elskendurnir” fundust árið 1973 í Hasanlu fornleifauppgreftrinum í norðvesturhluta Íran. Það er sem beinagrindurnar séu í faðmlögum og virðist sem önnur þeirra hafi lagt hönd sína á kinn hinnar og þær jafnvel að kyssast. 

Beinagrindurnar voru sýndar í Bandaríkjunum og vöktu samstundis heimsathygli vegna þeirrar tengingar, og hugsanlega ástúðar, sem lega þeirra sýnir. Þær höfða sterkt til fólks í dag því þær minna okkur á að það er sumt sem aldrei breytist þrátt fyrir framþróun mannsins. Má það nefna þörf fyrir mat, skjól og síðast en ekki síst, mannlega tengingu og nánd.

Einn fornleifafræðingurinn orðaði það svo en að ,,það bara yrði ekki betra í þessum geira.”

Alls hafa 246 Hasanlu beingrindur fundist.

Meinafræðingar sáu strax að beinagrindin til vinstri var 30-35 ára gömul en sú til hægri um tvítugt. Báðir einstaklingar hafa verið við góða heilsu og til dæmis án tannskemmda.  Sú yngri var augljóslega af karlmanni en erfiðara er til að segja um þá eldri. Í upphafi var talið að hún væri af konu en síðar hölluðust flestir að því að um karlmann væri að ræða jafnvel þótt að beinagrindin hefði ákveðna kvenlega eiginleika. DNA rannsókn árið 2017 var ekki afgerandi en langsennilegast er um karlmann að ræða. Beinagrindurnar fundust í steinkassa og með hellu undir höfðinu. Ekki er að finna neina áverka á þeim en gatið á höfuðkúpu annarrar er eftir að skófla rakst í hana við uppgröftinn. Ekkert annað er að finna í legstað þeirra.

Ekki er vitað mikið um Hasanlu fólkið en þó að því var hreinlega eytt þegar að óvináttbálkur brenndi niður byggð þeirra um 800 f.Kr. Beinagrindurnar vekja upp fjölda spurninga. Hvernig komust þær í kassann? Voru þeir grafnir áður eða fórust þeir í innrásinni?  Voru lík þeirra sett þar eftir lát þeirra eða höfðu mennirnir falið sig það og kafnað? Af hverju er ekkert að finna hjá þeim? Alls hafa 246 beinagrindur af Hasanlu fólkinu fundist en allar þeirra eru með töluvert magn skartgripa og skrautmuna. Af hverju eru þetta einu beinagrindurnar án skrauts? Af hverju eru einstaklingarnir saman í gröf sinni? Um er að ræða einu Hasanlu beinagrindurnar sem fundist hafa saman.

En sú spurning sem hvað mest brennur á fólki er hvernig sambandi þeirra hafi verið háttað. Vegna hlýjunnar sem virðist vera á milli beinagrindanna fengu þær nafnið ,,Hasanlu elskendurnir” og vilja margir meina að augljóslega hafi um samkynhneigt par verið að ræða.

Það er og verður ráðgáta hvert samband mannanna var. Ef til vill voru þeir elskendur, kannski vinir, bræður eða jafnvel feðgar? Eða kannski tvær ókunnugar sálir sem leituðu huggunar hvor hjá annarri á ögurstundu?

Við munum aldrei vita hvers eðlis samband þeirra var. En það var vissulega fallegt í dauðanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“

Sara Lind kynlífsfræðingur: „Ef þú ert í sambandi og ykkur langar að gera eitthvað, gerið það“
Fókus
Í gær

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“

Kom að yfirmanninum í vandræðalegri stöðu – „Ég get ekki gleymt þeirri sjón sem blasti við mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“

Sara Lind telur ólíklegt að hún snúi aftur heim – „Mér finnst bara næstum því allt betra í Danmörku“