Veðurblíðan fór því mjúklega um gesti lónsins og náttúran skartaði sínu fegursta. ,,Okkur þótt þetta fallegur fyrirboði að byrja á svo góðu veðri. Við lögðum mikið upp úr því að bjóða heimafólk velkomið. Það stendur því upp úr þetta árið hvað það hefur heppnast vel. Heimafólk hefur sótt Sky Lagoon að miklum krafti alveg frá upphafi og það gefur okkur ómælda gleði og hlýju. Við kynntum því Multi Pass sem er 6 skipta kort með 50% afslætti sem hentar mjög vel fyrir fólk sem býr á Íslandi,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Sky Lagoon hefur síðastliðið ár gert mikið til að krydda tilveruna og ekki síður hafa gestir nýtt lónið til að gera sér glaðan dag. ,,Við höfum haldið góðgerðatónleika, séð fjölda bónorða og notalegra stunda, tekið á móti Piparsveininum, sýnt frá endurfundum Abba, boðið blaðafólk velkomið frá öllum heimshornum og vonandi skapað ógleymanlegar minningar fyrir gesti okkar ásamt slökun og endurnæringu,” segir Dagný.
Dagný Pétursdóttir framkvæmdastjóri Sky Lagoon er einstaklega ánægð með viðtökurnar sem þau hafa fengið þetta fyrsta starfsár.
Íslendingar elska sólina
Mikil aðsókn hefur verið í Sky Lagoon í allan vetur en nú með hækkandi sól eykst áhuginn enn að sögn Dagnýjar.
,,Nú er allt að lifna við, grasið orðið grænt allt um kring, sumarkokteilar komnir á kranann og skrúbburinn góði sem seldist hratt upp er kominn aftur í tæka tíð fyrir sumarljómann.
Yfir afmælishelgina mun Sky Lagoon bjóða gestum í fyrsta sinn á Happy Hour á Lagoon Bar og verða nokkur heppin sem mæta yfir helgina svo leyst út með afmælisgjöfum. ,,Við hlökkum mikið til að bjóða gesti að fagna með okkur um helgina,“ bætir Dagný við.