fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fókus

Hún var fötluð og einmana í ókunnu landi – Fékk stjúpmóður frá helvíti

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 18. apríl 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá fæðingu hafði lífið verið Zöhru Baker erfitt. Hún fæddist árið 1999 í Wagga Wagga í Ástralíu og neyddi fæðingarþunglyndi móður hennar, Emily Dietrich, að láta Zöhru frá sér, aðeins átta mánaða gamla. Faðir hennar, Adam Baker, tók litlu telpuna að sér reyndi að skapa þeim eins gott líf og hann mögulega gat. Þegar Zahra var sex ára var hún greind með krabbamein, fyrst í beinum og svo í lungum. Það þurfti að fjarlægja annan fótlegg hennar auk þess sem krabbameinsmeðferðin var þess að Zahra missti svo að segja heyrnina á báðum eyrum og þurfti að notast við heyrnartæki.

Zahra fékk illvígt krabbamein tæplega 6 ára að aldri.

Þrátt fyrir erfiðleikana þótti hin freknótta Zahra afar bjartsýn og kát, sem sýndi sig í þeim fjölda vina sem hún átti. 

Elisa kemur til sögunnar

Adam var aftur á móti langt frá því að vera hamingjusamur. Honum hefur verið lýst hefur verið sem veiklynduðum manni sem erfitt átti með að halda vinnu, var einmana og dreymdi um að finna sér lífsförunaut og móður fyrir dóttur sína. Hann fór því á netið og fann þar hina bandarísku Elisu Fairchild, rúmlega fertuga konu sem kvaðst vera fyrrverandi sérsveitarkona sem hefði slasast við skyldustörf en starfaði nú sem mannaveiðari. Það reyndist eins fjarri sannleikanum og unnt var. Aftur á móti hafði Elisa veglega sakaskrá sem náði tæpa tvo áratugi aftur í tímann. 

Zahra var spennt yfir að eignast loksins mömmu og tók hjónabandi pabba síns fagnandi.

Adam var þess fullviss að Elisa væri rétta konan fyrir hann og dóttur hans og pakkaði hann því niður og flutti ásamt tæplega átta ára fatlaðri dóttur sinni til Elisu í Norður-Karólínu. Bekkjarfélagar Zöhru efndu til söfnunar í tilefni flutningana og keyptu handa henni nýjan hjólastól og fartölvu svo hún gæti verið í sambandi við vini sína í Ástralíu. 

Misráðið hjónaband

Adam og Elisa gengu í hjónaband nokkrum vikum eftir komu feðginanna til Bandaríkjanna árið 2007. Zahra var himinlifandi yfir flutningnum til Bandaríkjanna, hlakkaði til að eiga loksins mömmu og takast á við ný ævintýri. Elisa hafði reyndar ekki fyrir að nefna að hún hefði verið gift sjö sinnum, þar af hafði hún gifst þremur mönnum á þremur árum án þess að skilja við neinn eiginmanna sinna. Hún kynnti meira að segja einn fyrrverandi eiginmanna sinna, Aaron Young, fyrir Adam og Zöhru og kvað hann vera bróður sinn.

Zahra var alltaf brosandi.

Misþyrmingar og vanræksla

Adam og Elisa flökkuðu um hjólhýsagarða fylkisins áður en þau settust að í húsi í bænum Hickory ásamt þremur börnum Elisu svo og Zöhru litlu. Fyrstu vikurnar gekk Zahra í skóla en kennarar sáu á henni áverka og heimsóttu heimilið tvisvar þar sem Elisa tók á móti þeim og fullyrti að ekkert misjafnt ætti sér stað. Ekki löngu síðar tilkynnti Elisa skólayfirvöldum að Zahra myndi framvegis hljóta heimakennslu. Nágrannar þeirra hjóna höfðu áhyggjur af litlu fötluðu stúlkunni sem þeir töldu að þyrfti að þola bæði vanræsku og misþyrmingar. Fullyrtu þeir að hafa meðal annars séð Elisu taka af Zöhru gervifótinn og neyða hana til að hoppa á einum fæti niður eftir vegslóðann frá húsinu. Ef hún hægði á sér eða datt hefði Elisa barið hana með priki og hlegið mjög. Ættingi Elisu sagði ennfremur Zöhru hafa verið læsta inni mestan part sólahringsins og barða miskunnarlaust ef hún grét eða kvartaði. Elisa Fairchild var reyndar með brotasögu hjá barnaverndaryfirvöldum fylkisins allt frá 1999 vegna brota gegn eigin börnum en þrátt fyrir nokkrar heimsóknir var ekki gripið til aðgerða til að hjálpa Zöhru. 

Adam Baker.

Það er ómögulegt að vita hvernig áströlsku stúlkunni leið, fótalausri og svo að segja heyrnarlausri í ókunnugu landi búandi með ókunnugu fólki sem beitti hana ofbeldi og föður sem kaus að líta undan. Hún hafði engan að segja frá.

Hvarfið

Klukkan ríflega 5 að morgni 9. okbóber 2010, hringdi Elisa í neyðarlínuna og sagði kviknað í húsinu. Fljótlega tókst að komast að niðurlögum eldsins en um klukkan tvö um eftirmiðdaginn sama dag hringdi Adam í lögreglu og sagði Zöhru dóttur sína horfna. Hann sagðist telja að eldurinn hefði verið kveiktur til að valda truflun til að unnt væri að ræna Zöhru. Hann sagði að í bíl sínum væri bréf með kröfum um lausnargjald. Það væri  stílað til yfirmanns síns, Mark Coffey sem átti húsið sem þau leigðu og sagði Adam mannræningjann sennilega hafa ruglað Zöhru við dóttur Coffey og því rænt rangri telpu. Elisa sagði lögreglu að þau hjón hefðu farið ásamt Zöhru á októberhátið í bænum að kvöldi 8. oktober. Þau hefðu farið að sofa þegar heim var komið og um tvöleytið hefði hún vaknað og litið til Zöhru sem hefði sofið. Hún hefði aftur vaknað við eldinn upp úr klukkan 5 um morgunin, hún sagðist telja að þá hefði Zöhru verið rænt.

Adam hélt að hann hefði fundið hamingjuna með Elisu.

Adam hafði aftur á móti aðra sögu að segja og kvaðst ekki hafa séð dóttur sína frá 6. október.  Aðspurður af hverju það hefði tekið hann ríflega tvo daga að tilkynna um hvarf hennar sagði hann hina 10 ára gömlu Zöhru gjarna á að koma ekki út úr herbergi sínu þar sem hún væri að byrja að fá unglingveiki og því vera fýlugjarna.  

Lygavefur

Daginn eftir hvarf Zöhru voru bæði Adam og Elisa sett í lygamæli, stóðst Adam prófið en Elisa féll. Lögregla fór því næst með leitarhunda að húsinu og gaf hegðun þeirra til kynna að mannslík hefði hugsanlega verið í bílum bæði Adams og Elisu. Lögregla tók einnig  sýni úr báðum bílum, úr blettum sem líktust grunsamlega mikið blóðblettum. Sama dag var Elisa handtekin fyrir önnur brot, ótengd hvarfi Zöhru, en fyrir hótanir, ávísanafals og þjófnaði.

Zahra Baker

Við yfirheyrslu viðurkenndi hún að að hafa skrifað lausnargjaldskröfuna og eftir að dóttir hennar bar þess vitni að Elisa hefði ætlað sér að flýja var henni haldið í varðhaldi. Dóttir hennar sagði ennfremur að Elisa væri í sambandi við breskan mann á netinu og hefði sá sent henni þúsundir dollara. Grunaði hún móður sína um að ætla að hlaupast á brott með Bretanum.

Líkið sundurhlutað

Nánari rannsókn leiddi í ljós að enginn hafði í raun séð Zöhru litlu í rúman mánuð og sagði frænka Elisu að Elisa hefði trúað henni fyrir að þau hún hefði dáið eftir tveggja vikna veikindi eftir að krabbameinið hefði tekið sig upp. Adam og Elisu hefði verið svo brugið að þau hefðu hlutað niður lík hennar og falið. Þegar sagan var borin upp á Elisu sagði hún Adam vissulega hafa skorið lík dóttur Zöhru í hluta og viðurkenndi að hafa hjálpað honum við að fela líkamsleifarnar af ótta við mann sinn. Hún vildi ekki kannast við að hafa myrt hana. Elisa vildi ekki gefa upp hvar líkamsleifar Zöhru væru að finna en sagði ódæðið hafa framið 24. september, fimmtán dögum áður en þau tilkynntu hvarfið. Þann 12. okbóber voru yfirvöld þess fullviss um að Zahra Baker væri látin og rannsókn á mannshvarfi breyttist í morðrannsókn.

Zahra ásamt Aaron Young sem var á tímabili grunarður um morðið.

Leitin að Zöhru

Lögregla leitaði í nálægum skógum, tjörnum og landfyllingum án árangurs. Þann 25. október var Adam Baker handtekinn, þó ekki í tengslum við hvarf Zöhru heldur fyrir fjársvik og líkamsárásir. Næsta dag fann lögregla gervifót nokkra kílómetra frá heimili Baker fjölskyldunnar og sýndi raðnúmer frá Ástralíu fram á að um fót Zöhru var að ræða. Þann 10. nóvember byrjaði Elisa á að vísa lögreglu á hvar líkamsleifar stúlkunnar væru að finna. Töluverður fjöldi beina fannst en ekki höfuð hennar. Elisa sagði lögreglu einnig að hún hefði hent blóðugri dýnunni í ruslagám og fann lögregla dýnuna á nálægum ruslahaug, útatað í blóði Zöhru. Annar ruslagámur reyndist innihalda rúmteppi sem hafði verið notuð til að flytja líkið. Þann 30. nóvember var talið fullvíst að Zahra hafði verið myrt í húsi Baker hjónanna þann 24. sepbember og bútuð niður í baðkari heimilisins daginn eftir. 

Elisa Baker við réttarhöldin.

Lögreglu grunaði að tveir frændur Aarons Young, fyrri eigimanns Elisu, James og Sammy Young, hefðu nauðgað Zöhru og átti þátt í dauða hennar. Vitað var til að þeir hefðu báðir staðið í kynferðissambandi við Elisu og neytt með henni fíkniefna. Vitni sem sagðist hafa séð Zöhru koma af heimili þeirra með blóð rennandi eftir fótleggnum reyndist aftur á móti vafasamt auk þess sem þeir stóðust lygapróf og var þeim því sleppt úr haldi.

Emily fór til Bandaríkjanna að sjá morðingja dóttur sinnar dæmdan.

Dómur fellur

Líkamsleifar Zöhru voru of illa farnar til að unnt væri að sýna fram á hvernig dauða hennar hefði borið að höndum. Elisa hélt fast við sögu sína um að Adam hefði myrt og bútað dóttur sína niður en hann harðneitaði þeim ásökunum. Gögn úr síma hans sýndu einnig afdráttarlaust fram á að hann hefði verið við vinnu þennan dag og ekki komið nálægt húsinu.

Adam Baker sneri niðurbrotinn heim til Ástralíu, fullur iðrunar yfir hinni vanhugsuðu ákvörðun að flytja með dóttur sína til ókunnugrar konu í Bandaríkjunum og leyfa henni þar að auki að taka öll völd yfir örlögum þeirra.  

Zahra Baker

Móðir Zöhru, Emily Dietrich, fór buguð af sorg til Bandaríkjanna til að sjá Elisu dæmda fyrir morðið á dóttur hennar. 

Elisa Baker var dæmd til 15 til 18 ára fangelsisvistar fyrir morðið. Adam var ekki talin hafa komið nálægt verknaðinum. Elisa heldur enn fram að Zahra hafi látist úr krabbameini þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn um morð hennar á telpunni. Sökum haturs meðfanga á henni mun Elisa Baker afplána dóminn í einangrun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ölvaður vinkonuhópur eyðilagði upplifun fjölskyldu á Vitringunum 3 – „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína“

Ölvaður vinkonuhópur eyðilagði upplifun fjölskyldu á Vitringunum 3 – „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund