fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

OnlyFans skandallinn sem setti allt í háaloft – „Við settumst bara niður, skjálfandi, svitnandi og grátandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. apríl 2022 11:00

Ingólfur Valur og Ósk Tryggvadóttir. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að allt hafi orðið vitlaust fyrir ári síðan, þegar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson stigu fram og voru með fyrstu klámstjörnunum hér á landi til að koma fram undir nafni og lýsa starfinu sínu á OnlyFans hispurslaust og hreinskilið. Tólf mánuðum síðar eru þau enn á OnlyFans en ýmislegt annað hefur breyst, bæði í persónulegu lífi þeirra og í samfélaginu.

Ég hitti Ósk og Ingólf á Te og kaffi á Lækjartorgi til að ræða um lífið – ári eftir brjálæðið. Margir eru með ákveðnar hugmyndir þegar kemur að klámstjörnum, en við mér blasti kurteist og skemmtilegt par með hlýja nærveru og ástríðu fyrir réttindum kynlífsverkafólks og framleiðslu á siðferðislegu klámi.

Þau taka það skýrt fram að þau vilja ekki draga upp neina glansmynd af klámbransanum, enda sagt frá fyrsta viðtali að þetta væri mikil vinna og ekki fyrir alla. Þau segja að þó OnlyFans hafi marga kosti, eins og að klámstjörnurnar séu sjálfar við stjórnina, þá leynist þar svartir sauðir eins og alls staðar annars staðar. Þau saka tvo aðila í bransanum um að hafa farið yfir mörk annarra og um að nýta sér reynsluleysi ungra aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í iðnaðinum.

Sjá einnig: Ósk og Ingólfur saka annað par í íslenska OnlyFans-bransanum um að fara yfir mörk annarra – „Valdabrjálæði“

Ósk Tryggvadóttir. Mynd/Valli

Í opnu fjölkæru sambandi

Ósk, sem verður 24 ára á árinu, ólst upp að mestu fyrir vestan og á Akureyri. Ingólfur, 26 ára, ólst upp í Grafarvogi og Danmörku.

Leiðir þeirra lágu saman í gegn um OnlyFans en fyrir höfðu þau vitað af hvort öðru í nokkur ár, í gegnum sameiginlegan vin. Þau horfa brosandi á hvort annað og rifja upp þegar þau urðu vinir, og seinna, meira en bara vinir.

Ingólfur leitaði ráða hjá Ósk varðandi OnlyFans þegar hann byrjaði á síðunni í nóvember 2020. Þá hafði Ósk þegar verið í rúmlega eitt og hálft ár á OnlyFans.

„Svo bað hann mig um að vinna með sér,“ segir Ósk og eftir smá umhugsun ákvað hún að láta slag standa.

„Það var ógeðslega gaman og við erum ekki búin að stíga í sundur síðan.“

Í dag eru þau í opnu fjölkæru sambandi (e. polyamory). Um tíma var þriðji aðili í sambandi með þeim en í dag eru þau aðeins tvö og líður vel þannig.

OnlyFans drottnaði yfir umræðu á kaffistofum landsins

Ósk og Ingólfur fóru í hlaðvarpsþáttinn Eigin Konur í apríl í fyrra og mætti segja að umræða um þáttinn og efni þáttarins hefði verið allsráðandi á kaffistofum landsins þá vikuna.

Sjá einnig: Hart tekist á í OnlyFans umræðunni – Svarar fyrir sig og brotnar niður – Landsþekktar konur blanda sér í málið

Áhrifavaldurinn og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir var sú fyrsta til að opinberlega gagnrýna parið og þáttinn. Hún hélt langa ræðu í Story á Instagram og sagði þau meðal annars gera starf sitt að einhverri glansmynd. Á sínum tíma svaraði Ósk gagnrýninni og sagði að það hefði aldrei verið hennar ásetningur.

Við ræðum um þessa meintu glansmynd sem þau áttu að hafa dregið upp og endurtaka þau það sem þau sögðu í fyrsta viðtalinu – að þetta sé hvorki auðveldur peningur né vinna þau með hverjum sem býður sig fram.

„Þú vilt ekki vinna með fólki sem á eftir að sjá eftir þessu. Fólk sem heldur að það vilji fara í þetta því þetta er svo spennandi en átta sig á því svo seinna að þetta sé ekki fyrir það,“ segir Ingólfur.

Ingólfur Valur. Mynd/Valli

Titruðu af kvíða

Þau rifja upp daginn sem allt fór í háaloft. „Við bæði titruðum af kvíða,“ segir Ósk.

„Mér fannst Katrín mála mig í ljótu ljósi,“ segir Ingólfur og Ósk tekur undir með honum.

Þau segja að hún hefði tekið ýmislegt úr samhengi og þannig látið Ingólf líta út sem „vonda karlinn.“

„Ég man svo vel þegar við sáum þetta fyrst, það titraði allt innra með mér. Ég sá að hann titraði allur. Hann ætlaði að hoppa í Instagram Story og láta í sér heyra, en ég stoppaði hann af og sagði að við þyrftum að gera þetta rétt,“ segir Ósk.

Ingólfur kinkar kolli. „Ég var svo sár og reiður,“ segir hann.

Sjá einnig: OnlyFans umræðan ennþá í fullum gangi: Manuela Ósk fær að heyra það fyrir druslusmánun – Katrín Edda biðst afsökunar

„Við settumst bara niður, skjálfandi, svitnandi og grátandi, og skrifuðum niður allt sem við vildum segja í svari okkar við gagnrýninni. Við fórum í gegnum það sem kom fram og því sem við vildum svara.“

Katrín Edda bað þau síðar afsökunar og var stríðsöxin grafin. En þetta var rétt byrjunin á fjölmiðlafárinu í kringum þau.

Þekkt yfir nóttu

Ósk og Ingólfur urðu landsþekkt nánast yfir nóttu. „Það var ótrúleg breyting, erfitt en gaman. Loksins var maður að fá viðurkenningu fyrir það sem maður gerir og þetta er rétt leið í átt að kynna fólki fyrir siðferðislegu klámi (e. ethichal porn). En ég er ógeðslega þreytt á þessu,“ viðurkennir Ósk og segir frá því þegar þau fóru á skemmtistaðinn Prikið í miðbæ Reykjavíkur stuttu eftir að viðtalið fór í loftið.

„Versta sem ég hef gert,“ segir hún og lýsir því hvernig fólk umkringdi þau og spurði þau ótal spurninga. Á einum tímapunkti urðu þau viðskila. „Ég fór að leita að honum, þá var bara einhver strákur búinn að stoppa Ingólf í stiganum og hélt í axlirnar hans og var að tala við hann. Ég man ég hugsaði: „Shit, er þetta lífið okkar núna?““

„Eins og þegar við förum í partí þá er fólk endalaust að spyrja okkur spurninga, eins og hvað við erum með í laun á mánuði,“ segir Ingólfur.

Þau segja að þetta sé svo slæmt að þau séu hætt að nenna að mæta á atburði.

„Líka þegar við förum niður í bæ þá kemur fólk hlaupandi að okkur, knúsar okkur án þess að spyrja og vill fá mynd, það er engin virðing þarna,“ segir Ósk.

„Þegar ég er að djamma langar mig ekki að ræða um vinnuna mína,“ segir Ingólfur.

Fleiri skyndibitamyndbönd væntanleg

Parið hefur sannarlega ekki farið huldu höfði undanfarið ár og hefur þeim brugðið reglulega fyrir í fjölmiðlum.

Það olli talsverðu fjaðrafoki þegar Ingólfur birti klippu úr klámmyndbandi þar sem hann var klæddur Dominos-búning og þóttist vera pítsasendill. Í umræddri stiklu mátti sjá nekt, kynlíf og munnmök, en einnig Dominos-bol, derhúfu og að sjálfsögðu pítsu.

Sjá einnig: Íslenskt klámmyndband í Dominos-búningi – „Við erum stoltir stuðningsaðilar allra“

Það vakti einnig mikla athygli þegar þau tóku upp myndband á golfvellinum í Vestmannaeyjum og sagði Elsa Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja, í samtali við DV á sínum tíma að henni þætti þetta miður.

Sjá einnig: Tóku upp kynlífsmyndband á golfvellinum í Vestmannaeyjum

Ingólfur segir að þetta sé ekki síðasta skyndibitabúningamyndband þeirra og hefur hann verið að safna búningum undanfarið.

„Ég á fullt af búningum heima,“ segir hann.

Orðræðan í samfélaginu búin að breytast

Það er ekki svo langt síðan að enginn vissi hvað OnlyFans er og hefur síðunni tekist að ryðja sér til rúms hér á landi á stuttum tíma. Tugi Íslendinga eru skráðir á síðuna og eru íslenskir notendur hennar í þúsunda tali, enda er langstærstur hluti viðskiptavina Óskar og Ingólfs – sem eru með sitt hvora síðuna – Íslendingar.

Eftir að þau komu fram fyrir ári síðan fór af stað lífleg umræða um OnlyFans, klám og siðferðislegar pælingar í kringum kynlífsverkavinnu.

„Mér finnst orðræðan um klám í samfélaginu hafa breyst til hins betra síðastliðið ár og þetta er á góðri leið,“ segir Ósk og heldur áfram:

„Eins og nokkrir fjölskyldumeðlimir mínir hafa komið upp að mér og sagst ekki hafa haft hugmynd um að klám gæti verið siðferðislegt (e. ethical), eða að það sé önnur hlið á klámi. Mér var boðið í kaffi af frænkum til að útskýra betur hvað þetta er. Við höfum opnað svolítið hugann og augun hjá fólki, svo það getur myndað sér skoðun sem er upplýstari en áður.“

OnlyFans vinahópur

Ósk og Ingólfur eiga marga vini sem eru einnig á OnlyFans. „Samfélagið kemur einhvern veginn saman og við styðjum hvert annað,“ segir Ósk.

„Eins og þegar við byrjuðum að tala um þetta byrjaði fólk sem er á OnlyFans að hafa samband við okkur og spjalla. Svo reyndi ég líka að kynnast öðrum í íslenska OnlyFans-samfélaginu betur með því að bjóða þeim í partí,“ segir Ingólfur.

Vinskapur meðal OnlyFans-stjarna hefur einnig ýmsa kosti eins og þau benda á, eins og það er hægt að vinna saman og sýna hvort öðru stuðning með því að líka við efni hvers annars. Þau segja að það sé einnig gott að vera með fólk í kringum sig sem lifir og þrífst í sama heimi.

„Þú getur talað um hvað sem er, alveg sama hvað það er. Það er ekkert tabú. Því kynlíf á að vera svo tabú umræðuefni en með þessu fólki geturðu talað um allt,“ segir Ingólfur.

„Þetta er líka allt fólk sem berst fyrir því sama og við; fyrir kynlífsverkafólki og jafnrétti. Það finnst mér mikilvægast af þessu öllu – að eiga vini sem eru að berjast fyrir því sama og þú,“ segir Ósk.

Svartir sauðir innan bransans

Á fimmtudaginn birti DV hluta úr viðtalinu við Ósk og Ingólf þar sem þau saka par um að fara yfir mörk annarra aðila í íslenska OnlyFans-bransanum. Þau segjast einnig vita til þess að umrætt par hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart samstarfsaðilum.

„Það eru ekkert allir sem eru með þinn besta hag fyrir brjósti í þessum bransa,“ segir Ingólfur.

„Það er mjög mikið af eitruðu umhverfi í kringum þetta á Íslandi líka. Eins og ég hef sagt við hana, við tölum mikið um jákvæðu hlutina en það eru líka neikvæðir hlutir sem maður má tala um.“

Hægt er að lesa nánar um það hér.

Framtíðarplön

Ósk og Ingólfur líta björtum augum til framtíðar. „Ég myndi segja að OnlyFans sé áhugamál sem við fáum borgað fyrir,“ segir Ósk. Hún rekur fyrirtækið Flame Entertainment og kemur fram á viðburðum sem eldgleypir og dansari.

Hún ætlar að halda áfram að einbeita sér að því og langar einnig að læra viðburðastjórnun. Ingólf langar að fara í skóla að læra grafíska hönnun.

Þau eru þó ekki hætt á OnlyFans og segja það mjög þægilegt starf með námi og öðrum verkefnum. Þau segja að skemmtilegir tímar séu fram undan og hlakkar þau til að ferðast um landið í sumar og búa til efni fyrir síðurnar sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“