Edward Zimmerman læknir, eða „typpalæknirinn“ eins og hann er kallaður, tæklar umdeilt, og að mati margra óþægilegt, umræðuefni – typpastærð.
Edward er lýtalæknir og sérhæfir sig í typpaaðgerðum. Hann heldur úti vinsælli TikTok-síðu með um tvær milljónir fylgjenda. Þar deilir hann visku sinni um typpi og alls konar því tengdu.
Í viðtali hjá VICE svarar hann nokkrum algengum spurningum um typpi og deilir lengdinni á stærsta getnaðarlimi sem hann hefur séð.
„Síðastliðinn áratug höfum við séð stór, lítil, löng, mjó, þykk, stutt með stóran kóng, lítinn kóng, alls konar hlutföll. Ég held að það sem telst venjulegt sé ansi fjölbreytt,“ segir hann.
Læknirinn segir að margir karlmenn halda að meðalstærð typpa sé 15 til 20 cm en það er rangt. Að hans sögn er meðalstærð typpa í kringum 10 cm.
Þegar kemur að því að segja frá stærsta getnaðarlim sem hann hefur séð segir Edward að hann hefði verið gríðastór. „Ummálið var rúmlega 20 cm og það er mjög mikið,“ sagði hann.
Edward segir að það sé lítið hægt að gera varðandi typpastærð, fyrir utan að fara í aðgerð. Hann sagði stærðina ráðast af erfðum og vexti í móðurkviði.
Hann svarar fleiri spurningum í myndbandinu hér að neðan.