fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Fyrsta sýnishornið úr Brúðkaupið mitt með Ladda

Fókus
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupið mitt er framhald af hinni geysivinsælu þáttaröð Jarðarförin mín sem sló á sínum tíma áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium. Við höldum áfram að fylgjast með Benedikt og litríku fjölskyldu hans, nú 18 mánuðum seinna. Benedikt gengur vel að jafna sig á aðgerðinni lífshættulegu og stefnir á að giftast æskuástinni sinni, séra Ólöfu. Þegar gamla parið ætlar að segja allri fjölskyldunni góðu fréttirnar stelur Sígríður, fyrrverandi kona Benedikts, þrumunni. Sigríður tilkynnir að hún ætli að gifast Luis, argentíska ástmanni sínum. Þau eru með sömu dagsetningu í huga og Benedikt og Ólöf höfðu ákveðið að ganga í það heilaga. Til að bæta gráu ofan á svart byrjar heilaæxlið aftur að láta á sér kræla og tími Benedikts er að renna út. Hann fær sig samt ekki til að segja neinum slæmu fréttirnar en stingur upp á því að sameina brúðkaupin, svo hann nái að minnsta kosti að giftast áður en hann deyr.

Hugmynd og handrit er eftir Heklu Elísbetu Aðalsteinsdóttur, Jón Gunnar Geirdal og Kristófer Dignus.

Leikstjóri er Kristófer Dignus en hann leikstýrði einnig Jarðarförin mín. Laddi fer sem fyrr með hlutverk Benedikts, Ragnheiður K. Steindórsdóttir fer með hlutverk séra Ólafar, Ævar Þór Benediktsson og Birna Rún Eiríksdóttir fara með hlutverk unga parsins og Harpa Arnardóttir og Mario Glodek fara með hlutverk Sigríðar og Luis. Ungu stúlkurnar Sísí og Jasmín eru leiknar af Birtu Hall og Björk Friðriksdóttur.

Það er Glassriver sem framleiðir þættina fyrir Símann en öll þáttaröðin kemur í Sjónvarp Símans Premium um páskana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall