fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Barna-Arndís – Átakanlega saga vinnukonunnar sem var ofsótt af yfirvöldum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 21:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin kona Íslandsögunnar hefur verið jafn hundelt af yfirvöldum en Arndís Jónsdóttir, bláfátæk vinnukona á ofanverðri 18.öld. Hún  hlaut tvo útlegðardóma, einn dauðadóm og tvo fangelsisdóma, þann síðari til ævilangrar þrælkunarvinnu. Mál hennar komu inn á borð þriggja sýslumanna, lögréttu, landfógeta, stiftamtmanns, dómsmálastjórnarinnar í Danmörku og loks konungs.

Hún varð síðar þekkt undir nafninu Barna-Arndís og skráði Guðni Jónsson prófessor sögu hennar um miðja síðustu öld.

Ekki er vitað til þess að Arndís hafi nokkurn tíma gert manni mein. Hún var ofsótt af yfirvöldum fyrir að lifa kynlífi utan hjónabands með þeim afleiðingum að hún eignaðist átta börn, þar af fimm með kvæntum mönnum. Hvergi er þess getið að barnsfeðrum hennar hefði verið gert að sæta refsingu.

Saga Arndísar er átakanleg saga fátækrar konu sem stóð varnarlaus gegn valdamönnum sem töldu sig hafa skilyrðislaus yfirráð yfir ákvörðunum hennar, líkama og lífi.

Arndísi var gert að sitja í gamla tugthúsinu. Þar var hún ólétt tvisvar.

Dauðadómur og fangelsisvist

Arndís fæddist 1745 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka. Liðlega tvítug að aldri réð hún sig sem vinnukonu í Skaftafellssýslu og eignast þar tvö börn árið 1768 og 1770. Bæði kenndi hún kvæntum bónda, Sigurði Þorsteinssyni í Kotey. Bæði hlutu þau hórdómssekt en Arndís var gerð brottræk úr sýslunni. Hún fór heim til foreldra sinna, ólétt að þriðja barninu sem hún kvað annan giftan bónda í Skaftafellssýslunni, Odd nokkurn Eyjólfsson, eiga.

Þegar hér var komið við sögu þóttu hórdómur Arndísar það alvarlegur að hún var dæmd til drekkingar fyrir brot með kvæntum mönnum. Athygli vekur að mennirnir fengu engar sakir á sig. Dómnum var hnekkt og Arndís gert að sækja fangelsisvist í Hegningarhúsinu við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Ekki tókst þó betur til en að Arndís átti tvö börn meðan á fangelsisvistinni stóð og kenni þau bæði samfanga sínum, hinum víðfræga Arnesi Pálssyni útilegumanni og félaga Fjalla-Eyvindar.

Ævilöng þrælkunarvinna

Arndís sat í fjögur ár í fangelsi áður en hún henni var sleppt, óléttri af sínu sjötta barni sem var á ábyrgð Ara Péturssonar, ókvænts Norðlendings sem hafði stundað sjóróðra á Arnarhóli. Arndís fór aftur heim til foreldra sinna, nú liðlega þrítug að aldri.

Enn á ný er settur fram málatilbúnaður á hendur Arndísi og hún gerð útlæg úr Sunnlendingafjórðungi.

Árið 1780 flytur Arndís að Hvaleyrarkoti í Hafnarfirði og eignast dóttur með kvæntum húsbónda sínum, Nikulási Bárðarsyni. Þau eignuðust annað barn tveimur árum síðar. Kært mun hafa verið með þeim hjúum en var þeim stíað í sundur af yfirvaldi.

Arndís hafði þar með eignast átta börn án þess að hafa hlotið vígslu heilags hjónabands.

Þetta gat yfirvaldið ekki liðið lengur. Krafðist landfógeti þess að Arndís yrði tekin af lífi eftir Stóradómi en rétturinn hundsaði það og dæmdi Arndísi til að þræla ævilangt í spunahúsinu í Kaupmannahöfn.

Hafði mikinn kynþokka

Mál Arndísar áttu enn eftir að flæjast. Arndís sá fram á ævilanga þrælkun og sult þegar fram steig sextugur ekkill, Magnús Pálsson, og falaðist eftir að kvænast Arndísi. Í kjölfarið var farið fram á konunglega náðun. Náðunin fékkst en það flækti þó málin að á meðan náðunarferlið var í gangi lést fyrrnefndur Magnús. Yfirvöld vissu ekkert hvaða skref ætti að stíga næst varðandi hórdómskonuna Arndísi og ákváðu að láta kjurt liggja.

Lýkur þar með tveggja áratuga ofsóknum yfirvalda á hendur Arndísi.

Árið 1788 stóð Arndís á endanum fyrir framan prest og játaðist Jóni Jónsson að Eiði í Mosfellssveit og áttu þau eina dóttir. Jón lést um aldur fram og ekki fer neinum frekari sögum af Arndísi.

Arndís Jónsdóttir lést árið 1806.

Hafði mikinn kynþokka til að bera

Í lok frásagnar segir Guðni orðrétt: „Engin lýsing er til á Arndís Jónsdóttur. En á því getur enginn vafi leikið að hún haft mikinn kynþokka til að bera. Í réttarbókum er hvergi svo mikið sem gefið í skyn að hún hafi verið neinn vöntunarmaður til skilnings eða gáfna, enda svarar hún jafnan einarðlega og afdráttarlaust þeim spurningum sem fyrir hana eru lagðar. Allt bendir því til að hún hafi síst staðið að baki öðrum kynsystrum sínum í hennar stétt, hvorki að sálargáfum né líkamlegu atgervi, og ytri aðstæður eða tilviljun hafi ráðið mestu um það hve hamingjan reyndist henni hverful. Ef hún hefði gifst ung, mundi saga hennar sennilega í engu orðið frábrugðin sögu annarra kvenna samtíðarinnar og nafn hennar ekki orðið annað en liður í heiðarlegri ættartölu síðari tíma manna.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“

Hvernig Helga Jean tókst raunverulega að breyta lífi sínu – „Það var það fyrsta sem ég gerði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“

Jón Gnarr ekki sáttur við ættingja og vini – „Mér finnst þetta oft særandi og tillitslaust“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“